fimmtudagur, mars 23, 2006

Núna eru tæplega tvær vikur í brottför, vúha. Tíminn flýgur enda vettvangsnámið bara að ganga vel, mikið að taka inn og ég að læra alveg feikilega mikið. Táknmálið gengur hægt og bítandi, en mér var sagt að ég myndi fyrr fara að skilja heldur en að ég færi að tjá mig af öryggi. Emn ég þarf að nota táknmál og því fer mikill aukatími (sem ég á ekki þessa dagana) í að læra og fara yfir málið. Svo er ég með táknmálsorðabókina stóru og þykku á náttborðinu, inni í eldhúsi-bara alls staðar með mér. Ég reyndar sleppti að taka hana með mér upp í rúm í nótt, því ég var einfaldlega hrædd um að hún dytti bara ofan á mig þegar ég sofnaði og að þar af leiðandi myndii ég bara láta lífið sökum köfnun. Ímyndaðu þér:"Sign language killed er: A young woman suffocated in her sleep as her enormous sign language dictionary fell on her face"Þetta er ekkert smá ferlíki.Sit svo hérna í næði, og borða morgunmat og drekk kaffi. Í fyrsta lagi er ótrúlegt að ég sé að borða hérna morgunmat og drekka kaffi, í öðru lagi hvað ég er að borða. Við keyptum nefnilega í Bónus í gær Lucky Charms-svona fyrir barnið...í okkur. Finnst þetta ekkert brjálæðislega gott en þetta er nostalgía dauðans. Kaffið er vegna þess að ég hef ekki náð að/viljað taka kaffipásur eða matarhlé og finn ég bara hve mikið kaffið vantar svona eftir andvökunætur. Jæja best að setja á sig andlitið. Adiosa