fimmtudagur, mars 16, 2006

VARÚÐ!! Langur pistill

Má til með að koma með smá svona ekta dagbókarfærslu. Kannski rek ég þetta ofan í mig með lítilli teskeið eftir 10 ár. Kannski hugsa ég jámm gaman að þessu.
En síðustu vikur hefur verið svona ákveðin tiltekt hjá mér. Mikið búin að endurskoða, hugsa, skoða meira og svo hálfpartinn að taka ýmsar ákvarðanir. Þannig er það með mig og ákvarðanir að ég er fljót, þá á ég við að ég hugsa oftast ekkert mikið til dæmis ef ég sé jakka, eða umm nýtt sjampó eða skemmtilega sokka.
Þið sjáið að það er svolítið sameiginlegt með þessum fátæklegu dæmum hér að framan. Jú, þau eru voða einföld og kannski þarf ekkert að velta sér endalaust lengi upp úr svoleiðis ákvörðunum. Maður nýtir tímann miklu betur í eitthvað annað. En, þegar hlutirnir, og þar af leiðandi ákvörðunin, er orðin stærri og flóknari, þá þarf að staldra við. Kryfja og hugsa aðeins lengra en til Borganess. Það borgar sig. Þetta hef ég verið að gera. Skoða og ákveða. En það fyndna er hvað ég hef breyst í sambandi við þetta og ekki á svo löngum tíma. Allt í einu er ég farin að vera réttsýn en um fram allt yfirvegaðari og samkvæm sjálfri mér. Hjartað segir manni nefnilega ákveðna hluti, hjartað þetta apparat sem við getum bara ómögulega gengið án, hefur bara oftast rétt fyrir sér. Fyrst segir heilinn manni eitthvað, svo svarar hjartað en svo fara fleiri líffæri að rífast um hvað er og hvað er ekki.
Á endanum, þá er það það sem hjartað sagði og var búið ákveða í byrjun, það sem stendur upp úr.

Ég er sátt við mína ákvarðanir, ég er bjartsýn og róleg. Við lifum einu sinni og héðan í frá ætla ég að vinna í mínum málum á þann hátt sem hjartað segir.

Adios.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Laufey 'Osk!
Þú ert svo magnaður einstaklingur að helmingurinn af þér væri nóg... en ég er alveg hjartanlega sammála þér, láttu hjartað fremur en rök ráða för þegar kémur að því að finna réttar lausnir;)
Þú ert æði!!!

12:34 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Cool blog, interesting information... Keep it UP Nurse scholarships florida high school auctions ca hummer h iii california state university online Impetiginized eczema Sauna heater showers steam steam room saunas patanol dvds Volkswagen hub caps Mmc card in gsm vinden Online scholarships applicationafrican undergraduates

6:24 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home