mánudagur, október 27, 2003

Jæja fyrsti dagurinn í fríi og ég er búin að gera fullt, jebb, vaknaði um 8, fór að versla með öllum eldri borgurunum um 9, skoðaði í fleiri glugga og spáði og spekúleraði um kaup á dúnsæng!!Mjög spennandi, fór svo heim og sofnaði aftur, var að lesa bók sem heitir Mr Nice og er um gæja sem heitir Howard Marks. ahaha svo er ég búin að baka brauð og er með kjúlla í marineringu as we are speaking..jebb hnetusmjörs-lauks-hvítlauks gúmmelaði! They call me the domestic goddess!! hohoho...Gott að vera einn heima, tala við sjálfa mig í 3ju persónu, mjög rólegt...er farin að sánda eins og ein sextug, nýkomin á eftrilaun, veit ekkert hvað hún á að gera. Jæja best að fara að horfa á einhverja sápu og þá er dagurinn fullkominn. nei ég er ekki orðin þessi kona, ég er ekki orðin þessi kona, ég er ekki orðin þessi kona....

Er búin að ákveða að mig langar í flott ,gamalt hús, eð stóru eldhúsi sem er tengt borðstofu-chillherbergi, svo ég geti haldið matarboð og skemmtilegt át-teiti. Þeir sem lesa þetta, eru sjálfkrafa boðnir í fyrsta matarboðið!!! Hvar sem það verður í heiminum!! :) Sakna ykkar elsku vinir mínir (ok eg á nokkra ha), þið eruð eins og gott vín, skánið með aldrinum hohoho

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home