miðvikudagur, maí 11, 2005

Sit heima og á að vera ð lesa undir síðasta prófið...er alveg búin að gera það smá en næ ekki að setja mig inn í þetta..síðasta prófið...held að brúnkukremið sé að blokkera mín vit eða eitthvað.

Já brúnkukrem, fór í apótek í gær með 3 lyfseðla. Einn fyrir sýklalyf (oj), einn fyrir "dínamít" pilluna og einn fyrir eitthvað gel fyrir andlitið. Ástæðan fyrir öllu þessu: Fór til húðsjúkdómalæknis og sagði honum að eftir 22ja ára fór ég að fá unglingabólur í andlit og svo nokkrar stundum á bak og bringu. Hef allt mitt líf verið með einskonar hitabólur á handleggjum en þeim hefur einnig fjölgað ansi mikið á sama tíma. OK, ég er búin að fá nóg og fer til hans Dr.Bolla (snilli með meiru), við hann sagði ég bara:" lagaðu mig og bara bring it on!" Þetta sagði ég orðrétt, eftir að ég hafði lýst þessu öllu og sýnt honum allt. Byrjum á "hitabólunum", þetta er eitthvað erfðatengt en mamma, brósi og systir með eins. Ástæðan fyrir aukningu: Helvítis Gynera pillan mín, Bolli tjáði mér og sýndi á blaði að hún er ein af pillunum sem þeir eru að reyna að koma út af markaðnum! Djössins heimilsilæknir...anyways. Svo unglingabólurnar, alveg sátt við að kalla þær uglingabólur þar sem ég lít enn á mig sem ungling, en hann Bolli minn sagði, þær eru hormónabólur...Oh well, whatever..Ástæðan fyrir því að stúlkan sem fékk ALDREI bólur, fór að fá vel af þeim?: GUESS!! Helvítis Gynera strikes again! Vá hvað ég var pirruð út í heimilislækninn minn... sem er annars ágætur maður.
Nú svo quotaði Bolli mig með bring it on commentið og sagðist ætla að gera einmitt það. Maðurinn veit svoo hvað hann er að tala um. Og ég labbaði með 5 lyfseðla út. 1=Nýja "rándýra" DianeMite(Dínamít) pillan mín, 1=gel fyrir hitabólurnar mínar sætu, 1=aukavægaragelefhitterofsterktgel, 1=3ja mánaða sýklalyfjaskammtur,1=andlitsgelfyrirhömrónaunglingabólurnar. Já þetta var fínt. Hann skildi mig alveg og nú er verið að taka kellu í gegn. Aftur til Bolla í ágúst.

En svo fór ég sem sagt í apótekið og keypti í gær: pilluna rándýru, gelið fyrir face og helvítis sýkjalyfin. That´s a total of : 6250.- JÆKS en bara byrjunin, allt fjölnotalyfseðlar. Ákvað að kaupa ódýrt og semisækó brúnkukrem frá NIVEA. Nú er það að þorna...verður eitthvað skrautlegt ;)

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er ekkert smá. En 6000kr fyrir þetta allt hljómar ekkert svo illa ;) Pillan er amk 1200-1500kr 3 mánaða skammtur... reyndar geta þær líka kostað hátt í 4000kr en það er annað mál...

Meiri umræða um pilluna góðu... já hún virðist valda allskonar kvillum og skapraunum og ég veit ekki hvað! Verður áhugavert sumar hjá mér ;) híhí

En annars gangi þér vel að losna við þessar leiðindabólur (sem ég hef ekki tekið eftir btw).

9:42 e.h.  
Blogger Huxley said...

Pillan 3ja mánaða skammtur kostaði rúmar 2600...sem er smá aukning frá hinni og mikill munur frá því úti en þar var þessi munaðarvara frí!!

11:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ok 2600kr er nokkuð mikið ég er að borga 1100kr ;) híhí

En já, ég man að þú varst að segja mér að hún væri frí úti! Hvernig væri að við kvenfólkið tækjum okkur saman og gerðum undirskriftarlista um að fá fría pillu!
Þá myndum við kannski fækka þessum 12-16 ára "mæðrum" sem eru alltaf að fjölga sér.

11:27 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home