fimmtudagur, apríl 28, 2005

Öll að hressast með flóabit á löppinni! Já þetta fylgir víst vorinu og ég er ekkert að vorkenna mér, finnst fínt og töff að vera með flóabit...ehermm

Annars þetta: Bjarka dreymdi Ryan (O.C. töffara með meiru) og ég hló svooo mikið þegar hann sagði mér..Það var einhvern veginn þannig að "Ryan" var staddur hér á landi og var að tala við Bjarka...veit ekki meir en finnst ansi skondið að hann skyldi dreyma svona. En jú erum búin að horfa á 20, já TUTTUGU af nýju O.C. Svo er ég komin á 9. þátt í ANTM, en veit ekki hvort ég ætti eitthvað að monta mig af þessu, ég er ekkert að monta mig, þetta kemur sjálfri mér jafn mikið á óvart. Sko, ef við værum með Skjá 1 eða á
líka þá værum við kannski að horfa á fleiri svona þætti, en þar sem við erum ekki með hann þá takmörkum við okkur...hoho
Skellti mér á dolluna og las þar tvo auglýsingabæklinga (úff djúpt lesefni það). Annar var frá BT. Þar sá ég Mp3 spilara á tilboði, ú langar í en held ég bíði aðeins, kannski get ég keypt hann annars staðar...á hnettinum... Hinn var ´Sumarbæklingur´Hagkaupa...þar sá ég að einn skemmtilegur ávöxtur hefur fengið íslenskt nafn... Litkaber...og getiði nú, hver er þessi ávöxtur? En þessi ávöxtur einhvern veginn brings up memories... Ekkert betra en að strolla á Portobello á laugardagsmorgnum (stundum sunnudags), koma við á ávaxtamarkaðnum, kaupa sér dagblað og setja svo og narta. Fara inn á pub eða bar og fá sér hádegismat, jafnvel horfa á fótboltann ef maður er ekki í "Boho" moodinu sínu. Þessa alls sakna ég, já stundum sakna ég Lundúna, alveg mikið smá. Hvert næst?