föstudagur, apríl 15, 2005

Til hamingju með afmælið Leo (Leonardo da Vinci sko).
Kallinn bara 553ja ára...
noh það er ekkert annað!!


Bjarkinn sagði í gærkveldi eftir að hafa klárað einu bestu pizzusneið sem við höfum bæði fengið á Fróni, að þetta skyldi nú fara í bloggið...nú hvað kunna margir að spyrja? Ég skal svara því í lýsingu á gærkveldinu:
Bjarki kom heim úr vinnunni með 4 bjóra, ekki stóra en fjóra. Hans beið ekki sjóðheitt pönnubrauð og enginn hummus. Það skipti engu því á borðið var settur hálfkald-volgur Leffe Blonde o ólífur fylltar osti. Einstaklega smart á þessu heimili. Nú er sá bjórinn var kláraður, var Warsteinerinn góði opnaður, sitthvort glasið og út við hurfum. Brrr..ískalt, norðanátt með sinni tilheyrandi hveralykt frá Nesjavöllum. Leiðin lá á Klink og Bang. Þar stendur yfir sýning, kennd við pólitík en til sýnis allskonar ádeilu-veggspjöld, fánar, teiknimyndir og videó. Þetta var fínt en sorglegt að fleiri skulu ekki hafa mætt. Sérstaklega þar sem við eða margir hér, elskum ekkert Bush eða Condolezzu og fl., þið vitið hvað ég á við...Flott flott og drykkir í bandarísku fánalitnunum drukknir. Svo héldum við Bjarkmundur yfir á Devitos (og hér byrjar svarið). Tvær sneiðar pantaðar. Úff vonbrigði. Hef nefnilega ekki verið 100% sátt við síðustu nokkur viðskiptin mín á Devitos. Þunnar og ostlausar sneiðar. Ekki sátt. Enda pizzuvön stelpa hér á ferð. En well oh well ekki hægt að grenja yfir einni pizzusneið endlaust. ,,Devitos dáið" hugsaði ég döpur. Leið okkar lá því næst á Kaffibarinn. Bjór fyrir manninn og rautt fyrir dömuna, rýnt í blöð en svo freistaði nýjasti þáttur Desperate Housewives okkur svo mikið að við ákváðum að stíga út úr reykjamekkinum. Bjarkilíus vildi þá endilega gera tilraun. Skoða pizzurnar á Kings Pizza (Lækjartorg). OK, gerum það segir daman hress sem fress en ansi köld. ,,Sjáðu hvað þessar líta vel út, eigum við að fá okkur?" segir strákurinn. OK. Namm namm og meira namm og daman tók gleði sína á ný. Afskaplega södd en sæl stukkum við upp í strætó heim á leið.

P.s. Við ræddum lítillega við manninn sem vinnur á Kings eða á Kings, þann sem var með Devitos frá upphafi. Mikill miskilningur að Devitos eigi Kings. Já málið er að hann eða þeir (veit ekki hvort hann sé margir) seldu nafnið Devitos með staðnum. Devitos er ekkert Devitos lengur. Devitos er bara uuu Doritos fyrir mér. Kings Pizza ber nafn með rentu enda kóngamatur og alls ekkert annað! Og þetta átti að fara í bloggið.
Hittums á Kings! ;)

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já, heyrði þetta er gott að vita þegar ég fer næst niður í bæ. Gleymi ekki hvað það er gott að fá sér eina pizzusneið eftir smá djamm eða bæjarrölt :)

6:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sjæze

4:35 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Var að Panta á Hróa Hetti en vildi að ég hefði fengið mér Devitos eða Kings :-/

4:36 f.h.  
Blogger Huxley said...

Já svona er að lesa ekki blogg sko...strax eða á re´ttum tíma hoho

1:15 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home