fimmtudagur, apríl 14, 2005

Taka tvö.
Ýmislegt að gerast en get ekki, ekki alveg strax greint frá því hér, sorry en samt nei ég er ekki ólett ahhh argg..vissi að ég hefði gleymt einhverju í Kringlunni áðan. Já Laufey fór í Kringluna. Þar sem ég tel mig aðeins félagsfælna á daginn, þá er fínt að fara svona í fyrra lagi. Takmarkið með þessari ferð var að byrgja mig upp af grænu tei, enda segir Dr. Perricone að bara það að skipta kaffi út fyrir te, geti létt mann, meira að segja þó maður geri ekkert annað...ég hef reyndar drukkið grænt te lengi lengi, en prófaði að skipta út kaffinu þessa viku og viti menn og börn, ég þarf ekkert á þessum 10 kaffibollum að halda á dag! Svo bragðaði ég grænt hjá mömmu um daginn, sem var bragðbætt með vanillu og rommi og það var sæla and a half!!

...en já hvað er skemmtilegra en að skoða og pæla í Heilsuhúsinu eða í heilsuhorninu í Hagkaupum. Love it! Þeyttist um gólf Hagkaups, nei reyndar spígsporaði ég því það er eitthvað svo mannlegt í þar, enginn asi. Og svo endaði ég á salatbarnum þar, hann svo frábær og margt nýtt og gott.

Sagði við Bjarka að ég myndi hreinsa til úr skápunum okkar og var að ljúka við fataskápinn! SWEET!!! Blasta bara The Killers, The Bravery og Kings of Leon!! Svo er veðrið svo einkar hagstætt fyrir svona húsmóður eins og mig, sól og gjóla, að ég henti tveimur hvítum lökum út á snúru, núna líður mér eins og söguhetju. Þetta er eitthvað svo pictureesque finnst ykkur ekki?

Þrátt fyrir að vera á kafi í verkefnavinnu, þá leyfi ég mér að kíkja á opnun American vs. American sýningunnar í klink og bang. Um hana sér Eva hans Eldars og svo verður eitthvað haldið áfram á KB. Ætti að vera gaman.
Hugsa að ég skelli í eina uppskrift af pönnubrauði og einn skammt af hummus, uppáhald fyrir uppáhald :)
Lífið leikur við mann og í dag að minnsta kosti neita ég að trúa draumaráðningum.....



4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hehe...gott hjá þér að taka fram að þú sért ekki ólett!

Aldrei að vita með fólk af sunnuburg, virðist alltaf hringja í þessum eggjastokkum!

10:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu Laufey, verð að koma með einn mjög mikilvægan punkt varðandi þennan draum þinn. Fattaði það þegar þú varst farin í fyrrakvöld. Og jámm by the way, kærar þakkir fyrir mig og fyrir komuna :)
En allaveganna...Þeir draumar sem mann dreymir sem maður á að taka á mark á og gætu haft einhverja þýðingu, eru þeir sem mann dreymir í djúpsvefni, þ.e. þá vanalega cirka um miðja nótt og undir morgun, þegar maður hefur sofið dágóða stund.
Þannig að þeir draumar sem mann dreymir þegar maður leggur sig svona á daginn, eins og í þínu tilfelli, eða hefur drukkið áfengi í óhófi kvöldið áður, eru ekki marktækir!!!!

12:07 e.h.  
Blogger Huxley said...

Jösss!! Gott að vita, já mann dreymir alltaf algera helbera vitleysu svona þegar maður leggur sig.. ;) pheew...en vildi hvort eð er ekki trúa hehe

11:57 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

What a great site » » »

12:37 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home