sunnudagur, mars 20, 2005

Mikið mikið mikið að gera...úff...

Gleymdi að minnast á The Bravery um daginn, en ég alveg í skýjunum yfir þeirri ágætu tónlist, þeirra fallega hári og líka plötunni þeirra ó svo skemmtilegu. Nei ekki hægt að kaupa þann grip í Bónus.

Svo erum við ekki enn búin að skíra litlu dömuna...nokkur nöfn komin. Endilega hjálpið okkur...nafnið á Loka kom svo að sjálfu sér, en þetta er stelpa og stelpur taka allt nærri sér ef miður fer.
Eftirfarandi nöfn hafa komið upp:
Salka
Urður
Lukka
Örk
(Laufey)
Ísafold
Máney
Álfey
Ásvör
Líf
æææ þetta er eithtvað svooo erfitt! Hjálp takk :)

Og annað, hefur einhver farið til handaskurðlæknis??

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Salka kemur sterkt inn finnst mér. Lukka er sætt og passar vel við Loka, en er samt frekar svona hundanafn... spurning hvort daman yrði sár, tilvistarkreppa og allt það...

12:56 f.h.  
Blogger Huxley said...

Já svo degja sumir að Lukka sé frekar nafn á dýr kennd við spena..æææ mikið hugs

1:46 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

loki og lilla.

nei joke;) hehe

loki og litla laufey, ekki spurning.........

sara

10:04 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég var einmitt að spekulera hvað hefði komið fyrir hendina?
En ég hef ekki farið til þannig læknis en hef heyrt að þeir séu alls ekki slæmir!
En hvað segiru... erfitt að finna nafn, ég segi enn Doppa :p hehe

7:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ojj er það til handskurðlæknir nauts glæta fell ekki fyrir þessu sko . falleg nöfn já gæti veerið sunna og ja´sunna og líka humm sunna og svo kæmi alveg sunna til greina er það ekki æjj nei ætlu sunna sé ekki bara fallegast
kveðja sunna

11:25 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ og til hamingju með litlu kisu..Litla Laufey væri fínt nafn, svona til að bæta egoið aðeins. En allavega, gleðilega páska.

Hulda - Sunnuborg

1:50 e.h.  
Anonymous Dr Hulda Clark said...

Salka kemur sterkt inn finnst mér. Lukka er sætt og passar vel við Loka, en er samt frekar svona hundanafn... spurning hvort daman yrði sár, tilvistarkreppa og allt það...

8:13 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home