miðvikudagur, júní 29, 2005

Fallegi spilarinn minn hefur alveg bjargað mér á göngu minni til og frá vinnu í þessu súldarveðri sem við borgabúar höfum mátt þola. En það þýðir náttúrulega ekkert að naggast út af svoleiðis hlutum endalaust, reyndar ætti maður að horfa í kringum sig og hætta að röfla um allt og ekkert, allt í lagi að benda á hlutina og tala um þá en það er ekki allt neikvætt og það þarf ekki að nöldra endalaust um sama hlutinn...(god I´m deep) þetta er ég að læra og finnst ég bara ágætur nemandi, ekki ætla ég að fá einhverjar auka pirrhrukkur út af veðrinu eða út af því að bensínverðið hefur aldrei verið hærra. Reyndar er það örlítið böggandi...en engar hrukkur út af því.
Mamma hefur alltaf sagt við mig að maður skuli bara læra af fólki í kringum sig, þ.e. passa sig að verða ekki eins og gera ekki hið sama....skiljú?
Stóísk ró og kosmísk vitund eins og Njörður sagði hér um daginn. Sándar vel ekki satt??

__________________________________________________ gott að hafa línu hér.

Fórum í skírn/útskrift hjá Bjarnarfjölskyldunni á Lördag. Mjög flott og afslappað, við náttúrulega síðust út úr húsi eftir að hafa sötrað hvítt síðan ca. 1800. Þið sendið okkur bara reikninginn hoho. Takk fyrir okkur kæra fjölskylda :)

Erum á leið á Þjóðlagahátíð
á Siglufirði um næstu helgi, mikið hlakk hlakk og svo meira tjald út þá viku...gaaaa gnísti tönnum af spenningi!

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

sæl elsku kellingin! innilega til hamingju með spilarann;) hvar fékkstu þér svona græju?
það var ekkert spes að vera fastur í umferðarteppu í 3 tíma í dag með batteríslausan ipod:( ég þarf skooooooo að fjárfesta í bílahleðslutæki þegar maður má alltaf búast við því að þurfa jafnvel að sofa í bílnum, fastur;)

já og góða skemmtun um helgina, mig hlakkar til að heyra ferðasögur af ykkur hjúum:)
chaoooooo

6:29 e.h.  
Blogger Huxley said...

Hey hver??

8:18 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ú, getraun. Ég giska á Söru Dögg Ólafs, en það er þó aldrei að vita. Og verði ykkur að góðu Lu og Bjarki, gott að þið stóðuð ykkur í drykkjunni í skírnar-útskriftarveislunni, ég hlakka til að vera smá memm í því í Siggupartýinu, vei hlakka til.
Kv. Birna Hlín

9:32 e.h.  
Blogger Huxley said...

Já en ég verðe kki með..buhu og mig hlakkaði langmest til að sjá þig kennda hoho

10:17 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er einmitt búin að vera alveg ótrúlega forvitin...hvernig virkar þessi spilari sem þú varst að kaupa?? Mæliru semsagt með honum eða á maður bara að skella sér á ein grösses ipod bitte?

1:52 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Best regards from NY!
»

5:10 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home