þriðjudagur, júní 21, 2005

Manni ferst...en sumarið er svo busy tími að það gefst enginn tími til að skrifa. Svo var maður tölvulaus í smá tíma en nú, já nú með fallegri og stærri tölvu en ever. Happiness all over. Útilegan búin og allt fór vel, meira en vel og frábærleg mæting. Ofsalega gott að fara svona út úr bænum...Svo sprakk bíllinn í gærkveldi en sem betur fer í hlaðinu hjá mamas and papas. Hann verður settur vonandi aftur í gang á morgun. Boring lestur þetta.
Námslánin komin, það þýðir að prófin hafi gengið upp og mín sátt við allt þar. Þá er 1/3 búinn af skólanum góða og mér líst bara vel á blikuna. Er alveg tilbúin í sumarfrí, en ég á 14 vinnudaga eftir og svo 4ra vikna sæla. Við Bjarki erum að hugsa um að bruna norður á Sigló helgina 8.-10.júlí á Þjóðlagafestival. Jamms, gaman gaman. Meira um það síðar.
Já meira um það síðar, rúmið og vindurinn í trjánum kalla á mig.
Á morgun er svo lengsti dagur ársins, jei.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jebb.. gott ferðalag þetta. Mig langar hins vegar að athuga hvort þið Dröfn eruð til í að deila leyndarmálum grillsins með mér og fleirum- fannst þetta svo ótrúlega girnó á lau. að mig langar að birta þetta í mogganum? Hvað segið þið?

11:46 f.h.  
Blogger Huxley said...

Hohoho já líst vel á það, uppskriftir fengnar frá ýmsum stöðum ;) svo var náttlega bleikjan á föstudaginn helber snilld ;)

5:25 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Best regards from NY!
Imitrex+law+suites.com johnson wool coats order tadalafil cod online japan study abroad scholarships dyslexia scholarships Detoxing from oxycontin with valium American sportsbook roulette beting Ringling school of design choir scholarships for midland college in texas High blood pressure 2b headache 1984 buick lesabre Zocor 20 side effects Us assault school

1:17 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home