mánudagur, júlí 18, 2005

Já þannig er það nú...
Erum komin heim í borgina, jú alveg fínt en það er líka alveg fínt að týna sér í uppsveitum landsins góða. Ekkert að hugsa um nema sofa, lesa, borða, drekka og sofa. Mmmmm....verðið að prófa! Allavega, ég missti af Sigríðarkveldi á föstudaginn, það hefur væntanlega verið stuð en kannski voru þær sofnaðar klukkan 23:52 en ég fékk ekkert reply.... ;) Hey, kannski er ég í ónáðinni fyrir að hafa misst af Siggu ?? Neh, held ekki, þær eru sweet þessar snátur.

Nú tekur við allsherjar þvottur á búi og börnum þess, eitthvað sem setið hefur á hakanum. Sumarfrí er lovely, en væri svooo mikið til í að vera í úglöndum....er farin að skoða framhaldsnám, já ég veit en eftir 2 ár er ég búin og þá kannski á stelpan eftir að vilja læra meira og held að ég vilji bara gera það strax á eftir. Klára hér og svo út mmmm í Columbia University í Masterinn....segi svona, hugmyndir fjúka hér eins og sápukúlur í sætir golu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home