laugardagur, júlí 02, 2005

Eyrun á mér eru ekki í lagi í dag, dofin og sár. Fórum, eftir nokkur hvít í hreiðrinu, niður í bæ. Byrjuðum á því að tjékka á KB, en enginn var þar enda kannski ekki skrýtið, klukkan ekki orðin 2. Ákváðum þá að skella okkur í hart á Gauknum. Þar var Surgeon að spila ásamt fleirum. Það var já hart, en skemmtilega hressandi. Og það var dansað, já já það var dansað og það er alltaf skemmtilegt. En svo er líka afar skemmtilegt að fylgjast með öllu mismunandi fólkinu þarna inni. ekki meira um það ;) Svo á leiðinni á leigubílastoppistöðina þá sáum við ljót ljót slagsmál. Aldrei fallegt að sjá fávita sparka í hausinn á liggjandi manni. Ég náttlega fór að æpa á eftir hlaupandi gjörðarmanninum semvar að reyna að komast inn á Pravda (sko flýja) en svo sáum við þessi fífl eftir að þeir fengu ekki að fara inn á staðinn, labba hlæjandi og stoltir upp Laugaveginn. Úff, langaði að berja þá með skónum mínum. Eymingjar og ekkert annað. Viðbjóður, verð bara reið.

Vaknaði svo seint í dag, sökum hausverks og eyrnaeymsla og tók hreiðrið í gegn. Já þá erum við að tala um allt, meira að segja afþurrkun gólflista! Jebb, the girl has gone mad. En manni líður svoo vel í hreinu plássi. Mæli eindregið með því að hlusta á Miles Davis (Kind of Blue) á með á þrifnaði stendur.

Það er komið trampólín í garðinn, ég stend og horfi á það. Minnist þess þegar við tókum bekkinn okkar úti (6stk yndislega verulega einhverf börn) og fórum í svona Leisure Centre nálægt skólanum einu sinni í viku og fengum aðstoð þjálfara til að "kenna" krökkunum að hoppa á trampólíni. Öryggið alltaf í fyrirrúmi, einn fullorðinn stóð í hverju horn og þjálfari enda vorum þetta risastór, ferköntuð "keppnis"-trampó. Ó hvað það var gaman og ó hvað það var oft erfitt að ná þeim niður eftir þeirra skipti. Miklir eltingaleikir hoppandi hahahha. Fyndið. Doiing doiing doiing doiing. :) Sakna svoo vinnunnar minnar. Núna á ég 5 vinnudaga eftir í leikskólanum. Kvaddi strákinn "minn" í gær, þar sem hann var að fara í sumarfrí. Það var bara sorglegt og soldið erfitt. Búið að vera erfitt en oft ofboðslega skemmtilegt enda er drengurinn snillingur, þó ekki einhverfur fyrir túkall, en það er allt önnur saga. Svo tekur við langt og gott og langþráð sumarfrí og á eftir því nýja vinnan mín. Spennandi ójább.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home