þriðjudagur, júlí 26, 2005

Jæja hvað segiði? Hress?? Já hressleikinn að fara með mann, eins og ávallt ;) Enda nýt ég þess í botn að vera í sumarfríi. Kannski er það bara leti..???

Sat við litla eldhúsborðið áðan að borða morgunmat (sem ég geri reyndar ekki oft) og las þar einnig Fréttablaðið. Nú, kemur kannski ekki mikið á óvart. En ég fór að hugsa. Ég á einn bróður sem er rosa duglegur. Hann byrjaði 8 ára að fara á siglinganámskeið og svo seinna fór hann að æfa stífara. Úr varð að hann varð, svo ég segi sjálf frá, fremstur allra siglingamanna hérna á landinu litla. Þegar hann var tvítugur, fór hann á sína fyrstu Ólympíuleika og jiii hvað stóra systir var stolt. Ekki bara að fara þangað alla leið til Sydney, heldur bara það að hann var að fara að keppa í siglingum. Siglingar, á Íslandi!! Hugsið ykkur að æfa á veturna!! Brrr....Nú, svo hélt hann áfram næstu 4 árin að æfa stíft og bæta sig og svo mætti minn galvaskur á ÓL í fyrra í Aþenu. Auðvitað var hann mikið búinn að keppa mikið erlendis í millitíðinni og einnig var hann búinn að eyða meirihluta tímans á Suður Frakklandi í æfingabúðum. Þar tók hann upp á því að byrja að hjóla sem hluta af æfingarútínu. Ég man oft að þegar við töluðum saman hvað mér fannst við ótrúlega þrjósk systkini á þessum tíma. Hann í Frakklandi á einhverri eyju, fékk lítinn sem engan vasapening og borðaði næstum bara hrísgrjón og cheerios, og svo ég í London í einhverri láglaunavinnu, og lifði á ódýru pasta og grjónum. Já hlýtur að vera í genunum.
Já ég minntist á hjólreiðarnar, allavega, núna er hann orðinn fremstur okkar í þeim. Þ.e. hann fór að keppa og vinnur hann allar keppnir hér og nú síðast "Tour de Föroyar", þar sem hjólaðir voru kannski um 100 km (og meira) á dag í 5 daga. Vá segi ég bara, það eru nokkuð margir kílómetrar. Síðan kom kappinn beint heim og beinust leið í vinnuna. Já life goes on ekki satt? En það súrasta við þetta er að ekkert var fjallað um þessa keppni í fjölmiðlum. Ójú, í útvarpsfréttum var sagt að hann hefði unnið "Tour de FRANCE" , sem væri frábært....
En hvaða íþrótt tekur hann næst?? Maður bíður spenntur ;) Einnig, hvert fer hann næst? Hann er búinn að fara um allan heim. Ótrúlega lánsamur :)


Ég allavega tileinka honum þessa færslu mína sem er orðin vel löng, ótrúlega stolt af honum! Til hamingju Hafsteinn!!
Hann er okkar Lance, no doubt! Eða bara, hann er okkar Hafsteinn ;)