laugardagur, nóvember 01, 2003

Jæja, Laugardagur í dag...greinilega ein sem veit ekki hvað hún að skrifa. Hey var að vakna. Fór í bíó í gær, Intolerable Cruelty (Cohen bræður), alveg fín, þoli samt ekki Catherine Zetu Jones, finnst hún varla geta leikið....vonda Laufey. Svo fórum við heim og af því það var Halloweeeeen, þá horfðum við á Poltergeist, sem er fyrsta myndin, eftir sem sagt Steven nokkurn Spielberg, mundi ekki mikið eftir henni. Bjóst við að verða svaka hrædd, en neihh, þetta er meira svona ævintýramynd ; hver man ekki eftir litlu Zeldu Rubinstein ha, mep barnaröddina. Ætla að finna út hvort hún sé enn á lífi!Sko er búin að finna að litla stelpan, Carole Ann, leikkona sem lék hana, er dáin, dó sko 1988 en fæddst 1975, já spooky...kannski ekki...en hún fékk hjartáfall 12 ára!!! En update, newsflash, Zelda er enn á lífi...

Annars finnst mér snilld að tæma út heilabúinu hérna á netið, er ekki frá því að ég sé farin að léttast smá hohoho Langar svo að vita hvernig og hvort það sé hægt að setja myndir inn á bloggið án þess að borga...any suggestions?