laugardagur, september 11, 2004

Ok sökum þess að ég eyði mjög miklum tíma fyrir framan tölvuna þá hef ég komist að mörgu síðustu daga...margt er ég með í maganum yfir, sumu hlæ ég af og svo strauja ég kort..
Útskýring: Bush er sem sagt með örlítið forskot á Kerry, það verður þá væntanlega styrjöld í Bandaríkjunum..Samkvæmt síðustu könnun sem gerð var (2,5% skekkjumörk reyndar)...en í könnuninni kemur fram að kjósendur telja Bush vera ákveðnari, sterkari og geðugri en Kerry og hefur forsetinn sótt á í nánast öllum málaflokkum!!!! Hvað er að gerast, samt þegar maður talar við mestu Ameríkanaloverana sem eru Ameríkanar þá segjast þau öll hata Bush og vona að restin af heiminum haldi ekki að þau elski hann!! Og svo ofan á þetta þá er hópur samkynhneigðra REPÚBLÍKANA sem ætla ekki að kjósa Bush...
What´s going on....En þetta verður allt forvitnilegt, orðin soldið spennt!! (Hver er Ólafur Ragnar??)

Nú svo er margt skondið líka..Hollendingar hafa komsit að því að hægt sé að nota Tabasco sósu gegn meindýrum...og og..hoho Nokkur fjöldi marijúanaplantna hefur fundist í garðinum kringum konungshöllina í Ósló þar sem Haraldur konungur og Sonja drottning búa. Plöntunum hefur verið eytt, sem hverju öðru illgresi....enginn veit hvernig þær lentu þarna og enginn gerði athugasemdir við þetta...

Og þetta með að strauja kort, hef aldrei eytt eins miklum peningum á netinu í einu...og á kortinu hans Bjarka hahaha en líka fyrir hann... pæjupar...

Jább þá er að fjárfesta í Airwaves armbandi, fyrsta skipti sem ég er hér og Airwaves :) Nú svo eru Blonde Redehad og Damien Rice á næstu grösum púff

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

já fukk you all segi ég líka hverjum í andskotanum datt í hug að fara til danmerkur þegar allt er að gerast á íslandinu góða ..... heheh djók kem sko ekkert aftur en Lu góð ræða hjá þér en ég er ekki viss um að ég hafi skilið eiginlega eitt nér neitt af henni þú hljómaðir svoooo gáfuð eitthvað ...... hef semsagt EKKERT vit á póle(tíkunum)

5:33 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

og já þetta var sko ég sunnan :)

5:34 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home