sunnudagur, október 24, 2004

Laugardagskvöld: Vegamót að borða með strákunum frá Elísarbetar-landi. Nammi namm....
Gaukur á Stöng> Segi ekki að ég hafi horft á Vínyl en við skötuhjú ákváðum að koma snemma...sem þýddi að jú við vorum viðstödd það þegar Vínýllll var að spila...ekki mei um það, gæti fengið hótanir...en vera jákvæð hvað get ég sagt kann ekki á hljóðfæri einu sinni sjálf..well ekki enn...
Svo stigu á svið restin af Singapore Sling, þessi ágæta hljómsveit er sem sagt klofin, það fréttum við landsmenn í gær...úff en samt fínt band, en samt eitthvað...Í meiri troðning stóðum við og hlustuðum á The Stills, flott band, lag #2 alveg sérdælis ágætt. Við færðum okkur lengra til hægi við sviðið, meira pláss og miklu nær...og biðum þess að The Shins kæmu fram, aðal ástæða þess að við keyptum armbönd í rauninni. Lordy Lordy, get varla útskýrt í nógu góðum og fallegum orðum, en sagði fyrir nokkrum mánuðum að Pixies á tónleikum hafi verið mín mesta upplifun á tónleikum..ennþá satt en þessir tónleikar með The Shins, voru án efa bestustu tónleikar sem ég hef augum barið og eyru sperrt yfir..þetta sándar ekki rétt. Við gengum heim sátt við allt og ótrúlega ánægð! Bjarki keypti sér jógúrt drykk og banana á leiðinni heim, okkur langaði ekki einu sinni í skyndibita...hmmmm...Vorum vel nærð eftir þessa tónleika.
En nú tekur við matarboð...og svo líkama hreinsun og lærdómur, grindin og sál eru lúin eftir þessa mögnuðu síðustu daga...

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

What a great site » » »

7:58 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home