föstudagur, október 15, 2004

Myndin að neðan..nei þarna niðri asshole, var tekin í einni gasilljón sumarbústaðaferðum mínum með ömmu og afa. Þessi sveppamynd sem sagt e Húsafelli að mig minni. Afi fann þær og skannaði fyrir mig...hvert hefur tíminn farið...

Nú er setið og beðið, förum við upp í bústað eða ekki??? Lemur víst allt í kjós en bara finnst ég ekki geta lært þegar ég er að bíða svona...hoho. Það er búið að vera mikið að gera, staðlota að hefjast í næstu viku, Damien frændi Bjarka að koma og náttúrulega Icelandairwaves!! Fullt fullt af skemmtilegu á næstu grösum. Sá sofandi Julian Inga live um daginn, úú, ó só sweeeet!! Julian Ingi sem sagt sonur, já sonur Söru Daggar og Friðgeirs. Þeim finnst hann ekkert líkur sér, en ég held nú ekki...Væri til í að kíkja á þau eftir áramót, sem sagt 2005...
Mamma og afi fóru til Manchester í morgun, vegna fráfalls systur afa, Bínu. Ég öfunda þau ofsa ofsa, því Manchester er einn af þessum stöðum sem ég væri meira en til í að vera á. Er víst ferlega skemmtilegur staður, á þetta bara eftir. En enginn fátæklingur sem býr í London, hefur efni á að ferðast uppp til Man...eherm...

Ég er enn að auglýsa eftir örbylgjuloftneti..anyone, Bueller anyone!!!
Tjékkið á Home Run ó só funny...