laugardagur, september 25, 2004

Kósý dagur fyrir kósý stelpu...Setti seríur í gang því það er brjálað rok úti, úff úff. Öll laufin liggja á jörðinni bara brún og hugsa ábyggilega um skemmtilegri daga, þegar þau vöru ung, stinn og græn í sumarblíðunni...

Allavega, ef ég má nota asnalegt orð, þá er einn diskur eða ein hljómsveit réttara sagt, Libertines. Ég hef nú fylgst með henni mjög náið, því nme hefur um síðustu misseri fjallað mikð um þá og ég var áskrifandi af nme svo, já mér finnst ég þekkja þessi krútt (það er orðið sko). En allavega mikið basl á þeim, mikið heróín sko hjá honum Pete, hann fór meira að segja til Thailands í klaustur (Thamkrabok Monastery ), en ekkert gekk að losna við fíknina. En einhvern veginn, eftir að hafa rænt sinn besta vin, farið oft í meðferð og hvað eina, þá er hann í tveimur böndum, Libertines og Babyshambles!! En sem sagt er að hlusta á nýju plötuna þeirra, oh so næs!! Finnst hún ofsa ofsa ofsa góð! Jább, gaman gaman , jibbí kóla!!! What Katie did svaka frábært!
Svo var ég að heyra að Snow Patrol er að koma með nýja plötu, frábærlegt! Og svo líka í tækinu eða réttara sagt tölvunni, Interpol og Bishop Allen , jább það er nú aldeilis fínt band!! Stay tuned and check it out :)

Sit sem sagt með fullt af blandi í poka, var að borða MSG núðlur og drekk pepsi. Góður laugardagur, næsta skref er pizza í Skerjó hjá mamaz ohhh...

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jább, Modest Mouse er fínn, fysrt fyrir löngu þegar ég heyrði minnst á nafnið hélt ég að bandið héti..æi man svo ekki núna en jú og Badly fékk fína dóma, bara búin að hluta á 1 eða tvö lög. Já mjög haustlegt, flottir litir :)
Lu

7:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

This is very interesting site... Home modem answering machine call blocking Ford expedition 1998 accessories miami Web marketing purchase website traffic affiliate traffic pop Hormones and hair loss

9:13 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home