þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Maður tekur svona rispur hérna á þessari blessuðu bloggsíðu...algerlega andlaus og hef ekkert að segja, en þeir sem þekkja mig vita að það gerist ekki ýkja oft...hmmm Langar að byrja á því að óska Birnu og Bjössa til hamingju með bumbubúann. Get ekki sagt að ég sé það hissa, vorum nú búnar að spá því að hún yrði næst. Nú gerist ekkert held ég í langan tíma. Enda tvö ný, well næstum því, í ungmennadeild Skemmtiklúbbs Sigríðar. Samtals 4 börn!! Duglegar stelpur eruð þið!! En ég er ekki ólétt, tek minn skammt af pillunni. Keyptum líka nýja tölvu, svo það er lítill tími í annað.... Kosningar í nótt, ekki alveg viss um að ég eyði hluta af mínum mikilvæga svefntíma, en þetta er afar spennandi...úff púff. Ég skýt deyfiörvum í fólk sem segir að þetta skipti engu máli fyrir restina af heiminum, ó jú, gæti nefnilega skipt öllu máli. All hell could be loose should that silly silly man Bush win again! Já silly er hann, afskaplega óheppinn með orð og setningasamsetningu óóó.Vorkenni ég honum, nei en oft roðna ég þegar ég heyri af honum, hvernig er þetta hægt? Fann eina síðu þar sem hægt er að slá kallinn, skondin, Sláðu Bush! (leyfðu Kerry að vera í friði bara). Já ekki mikið gert, Kafiibarinn alltaf troðinn...vantar eitthvað nýtt...sumarbústaðurinn heillar.Ofboðslega gott að vera árstfangin...(hvaðan kom þetta)...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home