fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Must share...with ze world...Var sem sagt að vinna í ritgerð með Helgu í gærkveldi..hún bauð mér upp á heimatilbúna pizzu sem ég kannski hafði ekki ofur trú á...ég er nú vön góðu enda alin upp á snilldarpizzugerð hennar móður minnar. En ég smakka alltaf allt, dæmi svo..gúlp ohhh sweet. Góð á bragðið og allt það en aðferðin, gerist ekki fljótlegri...Uppskrift: Botn : mjög erfiður þessi...tortillaflatkaka já alveg satt..ekki gefast upp, en best væri að kaupa svona pakka með 8. Gerir svo 8 stk og frystir! Já og svo sósa að eigin vali, ég geri bara mína fjölskylduuppskrift. Álegg: Hvað sem hugann lystir, ég setti peperoni, sveppi, lauk. Ostur: Skóla eða bara brauðostur, og svo snilldin, kotasæla svona ditt ditt hent á skiljú! Argasta snilld, Bjarki var ansi sáttur! Þarna köttar maður botninn þ.e. allt vonda gerið og það!

Namm...

Sakna þín Dröfn...

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta hljómar rosa vel og ég er tilbúin að koma hvenær sem er í Bogahlíðina til að smakka ;-) heheh
Svo eruð þið Bjarki bráðum á leiðinni með okkur Hring á tjörnina að vígja nýju skautana okkar :-D K?
....farin að baka skinkuhorn með smurgráðosti..hhmm eða þá kannski bara "smurgráðostahorn" :-)
dröFn*

7:59 e.h.  
Blogger Huxley said...

Já sko skautar..ég var nú ansi aktív í þeirri deild hér áður fyrr! Spurning um að skella sér bara í Egilshöll..ef tjörnin þiðnar..
En fenguð þið skauta í ammæligjöf?

11:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já akkúrat, svo þú ættir að geta sýnt okkur hvernig á taka snúningana heheh. Mig hefur einmitt alltaf langað til kunna að snúa mér í svakalega mikla hringi á einum fæti með hinn boginn..þú veist svona niður fyrst svo alltaf ofar og ofar og hraðar og hraðar, kanntu það ekki? ;-) Jámms í afmælisgjöf*
dröFn*

1:29 e.h.  
Blogger Huxley said...

umm nehh ekki svo lækkandi hækkandi snúninga... en kann aftur á bak og eitthvað ;)

2:50 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home