miðvikudagur, maí 31, 2006

Skrýtið, stundum þegar ég fer á síðuna þá kemur asnalegur photobucket í background. Vinsamlegast látið mig vita og ég reyni að fjarlægja það...??

En ég komst að því í dag að maður á alltaf að gera og framkvæma-hugsa jafnvel og koma þeirri hugsun lengra. Til dæmis til næsta manns eða eins og ég gerði í dag til yfirmanns. Hef verið með ákveðna hugmynd í kollinum í smá tíma og síðustu daga hef ég leitað mér ráðlegginga varðandi þessa hugmynd. Nú, svo í dag bar ég hana upp á borð hjá mínum yfirmanni og viti menn, honum leist líka svona þvílíkt vel á hana! Mikill léttir og heilmikill spenningur, loksins fæ ég að spreyta mig og nýta mína kunnátta almennilega! Þetta er ekki orðið final og því vil ég ekkert fara í saumana á þessu hérna...just yet ;) Jei!

Annars mikið að gera, réðst á aukaherbergið hjá móður vorri-en þar er mikið af dóti sem hún á ekki einu sinni, miiiiikið af drasli og þvílíku. Dót sem á ekkert að vera þarna enda er hugsunin að herbergið verði nýtt sem stúdio fyrir hana. Það er líka jei en að tæma þetta junk er sko ekki jei og heilmikil vinna. Fyndið svona fólk með sjúklega söfnunaráráttu...ekki mamma sko.

Málaði svo fyrir hana ganginn og lét hana svon skutla mér með hjólið-já nýja mitt sem ég ferðast núna á. Rassinn? Já hann er enn aumur :)

2 Comments:

Blogger Huxley said...

Damn!! Týndi hinu veggfóðrinu!

10:34 e.h.  
Blogger sunns de la planta said...

úfff ég reyndi í danmörku að hjóla og var næstum dáin það er geðveikt erfitt titraði og skalf eftir 5 mín

7:18 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home