laugardagur, maí 13, 2006

Við skötuhjú kíktum óvænt út í gær. Ég skilaði mér til mikillar furðu stóru verkefni u klukkan átta í stað þess að vera á síðustu mínútu fyrir miðnætti. Því var ákveðið að hanga ekki inni heldur lyfta sér smá upp. Ekkert mikið en smá ;)

Og þegar við komum heim, voru skrýtnir hár-hnoðrar út um alla stofu, blóðspor um allt og þvílík katar-merkingarfýla! Blótuðum líka villikettinum, greyinu sem kemur stundum hingað inn. Nú hefur hann aldeilis verið að merkja sér íbúðina okkar. Þannig að ameríska fabreeze lyktareyðandi vor-spreyinu okkar var beytt!

En..hver hadliðið að hafi svo trítlað inn, vel reyttur með sár og alblóðugur...??? GNÝR!!! Þvílík hamingja, ég bara grét af gleði! Svo ánægð að hann hafi komið heim, var ekki að sætta mig við að við mydnum bara aldrei sjá hann aftur. :) Gleði gleði.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

æ, en frábært.
gleðifréttir :o)
kærar kveðjur úr 101 rvk,
annsa.

12:48 f.h.  
Blogger Eva said...

Æji hvað ég er glöð fyrir ykkar hönd! Er þá ekki mál að halda kisa litla inni í smá tíma ;)

Kveðja,
Eva.

11:06 f.h.  
Blogger Huxley said...

Ja allavega þangað til hann er búinn að fara í heimsókn til Dagfinns hehe ;) Þá verður ekkert flakk í framtíðinni og uuu engin börn út um allt-hef ekki efni á að dekka milljón meðlagsgreiðslur!

12:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gott að angangnýrinn er fundinn!

6:05 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home