fimmtudagur, apríl 27, 2006

Skrýtinn þessi nýji sýrði rjómi? Finnst ykkur ekki?
Og fyndið hvað vinnustaðir geta verið ólíkir. Í rauninni líkir staðir-báðir skólar en munurinn liggur í mannskapnum. Á öðrum eru ca 95% konur og á hinum svona healthy balance. Og hvar er meira minn staður? Guess. Já frekar mikill munur, á öðrum er talað um barnabörnin, mataruppskriftir og lélegar tengdadætur en á hinum læri ég fyndna nýja brandara, hlusta á fáránlega skemmtilegar rökræður og svo má lengi telja :)

En þetta er fínt, minnir mann bara á hvar maður vill vera. Þó svo, og alls ekki misskilja, að þetta nám hérna sé ofsalega mikilvægt mér og minni þróun persónulega. Læri svo mikið á hverjum degi að ég er ekki viss um að heilinn muni geta vistað lengur upplýsingar eins og hvar ég geymi nærfötin mín og í hvora áttina ég á að skeina mér.....