föstudagur, apríl 07, 2006

Jæja hvar á maður að byrja? Sit núna bara uppi í herbergi-The treehouse sem er nafn með rentu! Búið að vera ofsalega fínt. Maður er enn að átt sig á því maður er hérna(hver er þessi maður?)
Nú við flugum út með Icelandair og ég viðurkenni alveg að það væri fallegra að ferðast í meiri þægindum í svona semi-langflugum. Já skammast mín ekkert fyrir að segja það.
Nú svo höfðum við planað að taka Airtrain á Subways stöð og koma okkur sjálf niður í borg. Ekkert mál það, enda 50% ferðahópsins búin að vera hér mikið áður. Eftir massa öryggiseftirlit og 2 langar raðir, vorum við Velkomin til US of A. En þegar við erum að fara út þar sem allir bílstjórarnir bíða með nöfn á skiltum og ofuræstir fjölskyldumeðlimir bíða eftir löngutíndum ættingjum, kom æðandi á móti okkur maður. Þetta var hann Fred. Fjölskylduvinur mikill hérna úti. Vá hvað mamma var hissa. Nú hann svona skóflaði okkur saman við annan mann og tvær dætur hans (mannsins). Við vorum enn bara duuuhh. Erum við komin? Duhhh. Soldið gobsmacked. Nú já, hann dregur okkur út og segir að limman hans komi að sækja okkur. Limman?? Já, mamma tjáði mér að hann væri með svona alhliða fyrirtæki, sem sér um flottu brúðkaupin, að redda öllu og svoleiðis. Svo kom limman og ég og B glottum þar sem við vorum nýbúin að tala um hve skondnar þessar bifreiðar væru. Hræsnarar? Nei nei, þetta var svona surprice og bara vel meint. Risa limmó! Og við drukkum kampavín og bjór á leiðinni á okkar humble gistiheimili. Komum þangað og hentum dótinu inn, töluðum aðeins við Anne sem á húsið og fórum svo og fengum okkur slice á stað sem heitir Two Boots. Svo bara heim að sofa enda öll vel þreytt eftir mjög svo langan dag. Jæja dagurinn að byrja og ég skrifa um gærdaginn á eftir ef tími gefst til.

2 Comments:

Blogger Eva said...

Öööööffffund!

8:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Keep up the good work » » »

10:32 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home