sunnudagur, apríl 02, 2006

Er komin með nokkrar skemmtilegar hugmyndir að sumarvinnu. Já, ég þarf sennilega að redda einhverju en er ekkert að deyja úr vilja né mætti til þess. Svo verð ég ábyggilega bara óvart of sein og þá þarf ég bara að vera í fríi. Bleeh. Finnst ég líka eiga það inni, eftir þennan vetur klára ég 42 einingar og vinn með. Klára fyrri hluta vettvangsnáms ásmt fleiri öðrum verkefnum. Allt ofsa gaman.

En já hugmyndirnar. Ein var, og þessi var samþykkt af nokkrum ágætum kvennsum með mér í bekk, að lesa eða leika inn á spólu svona fyrir svona kynlífsinnhringi-þjónustu eða svona símalínu þar sem fólk hringir inn til að heyra skemmtilegar sögur. Já ég tel mig hæfa til verksins. Stay tuned, ég hef nefnilega hugsað um þetta áður. Önnur hugmynd er ein sem ég er í raun að stela úr bíómynd, man ekki í augnablikinu hvað hún heitir. En þar hringir fólk í mig og ég spái fyrir þeim. Live auðvitað. En með þessum hætti get ég verið heima að dunda mér þangað til einhver auðtrúa mannsveskja hringir. Þá skelli ég bara headsettinu á kollinn og blaðra away.
Svo væri kannski hugmynd að taka að sér gæludýraþvottaþjónustu og held ég að það væri hin besta skemmtun. Fleiri hugmyndir anyone?

Er að hlusta á Lilian þarna með DM og þetta er fínt lag. B leyfði mér reyndar að heyra eitthvað svona mix af öðru lagi, held Suffer Well. Líka fínt. Depeche mode diskurinn þarna Ultra, sem ég hlustaði mjög svo ótæpilega á fyrir nokkrum árum, minnir mig alltaf á svooo sterkan hátt á ákv.tíma í London. Þannig var að í 6 mánuði átti ég heima alla leið í blabla hverfinu og það var illt að taka lestina í vinnuna svo ég þurfti að taka tvo strætóa. Í seinni vagninum var maður alltaf fastur heillengi í brekku í hverfi sem heitir Crouch Hill eða End. Meira þar sem gamli parturinn er. Þröng gata en mikil umferð. Skólar og þessa háttar. Þetta er skemmtilegt hverfi. Anyways, ég var alltaf með þennan disk í ferðageislaranum. Tónlist minnir mann oftast á eitthvað sérstakt en þetta eða þessi minnig er svo sterk. Get ekki líst.
Ohh hvað ég vildi stundum að ég væri ótrúlega klár tónlistarmaður, lagleg leirlistarkona eða stand up comedienne. Er samt góð í SingStar, því getur enginn neitað. Ég ar sem sagt 26 ára þegar ég þorði fyrst að syngja publicly ogmér til mikillar furðu tókst það barasvona dásamlega vel. Hohoho.
Lífið skemmtilegt. Stóra eplið nálgast-sumir kalla þetta The Rotten Apple, but I beg to differ on the matter. Engan veginn rotið. Móðir mín og systir orðnar vel spenntar. Sýndi systur þessa síðu og ég held að mamma, systir og B ætli að kíkja í leikhúsið með dúkkurnar. Já eða hárgreiðslu. Svo koma þau öll út klædd eins og litlu vinkonurnar. Sweet dreams.

Brunchinn kallar, svo dunderí enda eru held ég sunnudagar svona uppáhalds dagarnir mínir. Náttbuxur og afslappelsi.

2 Comments:

Blogger Eva said...

Þú getur alltaf lesið inn sögur eða látið hringja í þig beint, þannig að þú getur verið að dunda þér þegar þeir hringja svo í þig :p

Opnar bara fyrir þegar þú ert ready...
Hugsaði alltof lengi um að gera þetta og var búin að kynna mér allt hvernig þetta gengi fyrir sig og svona, mjög sniðugt og vel borgað ;)

Þannig að ég er ekkert með betri hugmyndir.

8:17 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

best regards, nice info » »

10:02 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home