þriðjudagur, apríl 25, 2006

Væri alveg til í að spæna upp malbikið í NYC í einhverju af þessum átta skópörum sem ég keypti...
Svo væri ekki vera að geta farið á Cherry blossom festival í Brooklyn Botanical Garden um helgina. En það er svona japönsk hátíð sem fagnar blómstrun fyrrnefndra trjáa sem ég hef lengi vel dýrkað og dáð.
Hvar er vorið eða bloody ass sumarið sem á víst að vera komið? Er ekki frá því að á milli þess sem ég læri og les og vinn og sef, að það læðist að manni svona New York niðurtúr. Eitthvað sem margir ættu að kannast við. Döhhh. Þetta er vont, kannski læknar Mac´n´Cheese þetta?

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Var að lesa NY ferðasöguna og fékk oft fiðring í magann. Við fórum líka upp í Empire state, já lét loksins verða af því. Fór nefnilega einu sinni til NY og þá nenntum við (ég og leiðsögumennirnir)ekki þangað upp... :) En í þetta sinn sáum við líka sólina setjast og það er ekkert smá flott. En þetta hefur verið meiriháttar ferð hjá ykkur og ég skil þig vel þegar þú talar um NY niðurtúr, ég fór þangað í nóv. og er að komast niður núna fyrst.
Bestu kveðjur
Kristín Inga

7:02 e.h.  
Blogger Huxley said...

Já við sáum einmitt sólina setjast líka, og tókum rosalega flottar myndir. Sáum einmitt einn gæja biðja konunnar..hohoho

7:21 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já sjitt, kannast við NY niðurtúrinn. Maður kemur heim og er svo ótrúlega fullur af orku og vill labba útum allt og sjá allt það skemmtilega...

...og svo eftir nokkra daga er krafturinn búinn og allt orðið grátt og rigningin búin að bletta nýju fínu skóna...

Ég er feginn að búa hér. Hvenær ætliði að koma aftur? Ef ég fer á kirsuberjablómsturfestivalið þá tek ég myndir og sendi þér...

1:08 f.h.  
Blogger Huxley said...

Tja ég er allavega farin að skoða íbúðir á netinu hoho

súr að missa af festivalinu, hafði dottið vel inn í Qi Gong crowdid eða hvað sem það nú heitir.

Við komum fljótt aftur, veit maður segir það alltaf en we will...trust me ;) Þessi borg á mig svooo

1:14 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

8 skópör!!!! Það er ekkert annað. Held maður verði að skella sér til NY, þó ekki væri nema bara rétt til að fylla á skóskápinn

2:48 e.h.  
Blogger Huxley said...

Já það var eiginlega óvart :)

7:36 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home