þriðjudagur, apríl 25, 2006

Svona af því að ég á að vera að læra eða jafnvel að verafarin að sofa þá skal ég skrifa nett um hina dagana í NY. Þetta rennur samt allt í eina sprænu en við fórum meðal annars á Ladytron tónleika sem voru fínir, mér fannst staðurinn ofsa skemmtilegur og sé mest eftir að hafa ekki tekið flottu myndavélina með. Daginn áður leiðgum við bíl og brunuðum út á Long Island. Þetta átti nú bara að vera smá dagsbíltúr til að sýna B hvar ég var nanny í den. En við enduðum í heimsókn hjá þeirri fjölskyldu og þau heimtuðu að við væru áfram í steik og svo heimtuðu þau að við gistum þar sem það var orðið svo dimmt. Allt voða kósí og svo fórum við snemma daginn eftir brunandi niður í borg. B var alveg hlessa á og er , yfir umferðinni og fékk ég ilmvatn sem verðlaun þegar við vorum að fara heim til Íslands. Sko fyrir að keyra þarna úti. Já klár er hún.

Ok, já Ladytron, áður en við fórum á tómleikana hittum við Halla og Sveinbjorn.com og í drykk og svo fórum við á indverskann stað. Jömmí is all I´m going to say. The Korma was to die for!

Nú, á páskadag vorum við samferða tengdaforeldrum Súsönnu frænku-þau eru ítölsk og þegar ég segi ítölsk í þessu samhengi þá meina ég italiano. Bæði frá Sikiley, fædd og uppalin en flutttu til Bameríku. Já samferða hvert? Ég veð úr einu í annað! Ferðinni var semsagt heitið í Orange County, NY, sem er upstate, en þar býr Brian frændi og kom þar saman alle hele familian! Nokkur börn, upplblásinn fótboltavöllur, vel af víninu, unaðslegur ítalskur/íslenskur matur og sólkinið bjarta. Hann býr í fínu flottu húsi á uuu akri eða svona túni með trjám u know, eða er hægt að segja það? Svona uppi í sveit allavega. Já húsin þarna ekki neitt slor og mun ég sennilega aldrei hafa efni á einu slíku! Well, hver veit-það eru allir ólmir í að fá okkur þarna út-vinna og hús yrði ekkert vandamál! No problemo.

Já, svo fórum við aftur í borgina og daginn eftir eða réttara sagt kvöldið eftir aftur út úr bænum á svipaðar slóðir og daginn áður, eða í Sullivan county, NY. Tókum í þetta sinn lestina frá Hoboken, sem er fyrir þá sem ekki vita í New Jersey-flottasta litla lestrastöð sem ég veit um. Lestraferðin var skemmtileg, enda voru nöfnin á stoppistöðvunum á leiðinni afar skondin nokkur hver. Sérstaklega fyrir ærslafulla íslendinga....
Seint um kvöld, tóku mamma og Dísa frænka á móti okkur, en þær biðu okkar líkt og tvær löggur í stake-outi með kassa af Krispy Kreme doughnuts...say no more... ;)

Já lifðum í skógar/sveitasælunni, skoðuðum Woodstock-og þá meina ég Bethel sem er staðurinn sem hátíðin var haldin á. Hún var ekkert haldin í Woodstock, duhh...

Og við sáum fullt fleira og fórum smá til Pensylvaniu, versluðum meira, hrundum í það og borðuðum. Greinilegt að ég nenni ekki lengur að fara í details, þó svo að fullt fleira skemmtilegt hafi komið upp.

Tókum fullt af myndum og mun þessi ferð lifa lengi með manni (dramapolice). Svakalega skemmtilegt. Og þess vegna er ég pínu leið að vera komin aftur....