laugardagur, apríl 22, 2006

Já er ekki að trúa því að við séum lent á klakanum-KLAKI segi ég og ber hann nafn með rentu, því þegar við lentum í morgun var bara slabb og slobberí. En við erum komin, fínt og vont. Áttum ótrúlega góða daga í bæði borginni og svo upstate. Fórum í rosalegt fjölskyldumatarboð á páskadag þar sem ítalskar og íslenskar æðar runnu saman í einn massívann poll. Namm matur, namm gott veður og namm namm.

En nenni ekki sökum leti að skrifa meira um þetta, tíminn varð svo knappur að ég gat ekki dregið af honum í bloggskrif-en ég kem sennilega með eitthvað síðar enda lentum við í fjöldamörgum ævintýrum. Það verður svo gaman að lesa þetta yfir síðar meir.

Kisi var ofurkrúttlegur og auðvitað ofsa ánægður með að fá okkur tilbaka og við lúlluðum öll saman í dag eftir að ég plöffaði nýju úbersniðugu ryksuguna okkar...já við keyptum ryksugu. Don´t ask!

Læt fylgja með mynd af húsinu sem við keyptum, byrjum að gera það upp um leið og við erum búin að selja bílinn.


p.s. að plöffa þýðir ekki beint að sprenja upp því það komu ekki sprengjuhljóð, heldur svona plöff hljóð og vond lykt þegar ég stakk henni í samband. Aldrei, aldrei ágætu frænkur og frændur leika ykkur með raftæki þegar örlítið lúin. Þó þið séuð æst að fara að þrífa!
Moi? Never!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hjartanlega velkomin í kuldann á ný! Já það er ekki allstaðar haglél í næstum maí !

Ísland - kalt kaldara kaldast.

Vonandi sjáumst við sem fyrst;) Ég mæli með að þú bjóðir okkur í heimsókn í vikunni til að skoða amerísku afurðina:)

kiss
sdo

10:09 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Cool guestbook, interesting information... Keep it UP
» »

1:43 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

That's a great story. Waiting for more. » » »

10:51 f.h.  
Blogger yanmaneee said...

moncler outlet
yeezys
pg 1
golden goose shoes
supreme clothing
curry 6
kobe shoes
balenciaga triple s
pandora jewelry
kawhi leonard shoes

3:08 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home