sunnudagur, maí 07, 2006


Fórum í bústaðinn um helgina. Sweet Borgarfjörðurinn klikkar svo aldeilis aldrei. Með í för fullt að verkefnadóti. Áður en ég fór upp eftir átti ég 4 verkefni eftir. Ég á ennþá 4 eftir....en komin langt með 1 allavega og vann fullt í öðru. En annars var þetta kærkomin ferð þar sem vikan næsta og svo fram að 17. maí verður biluð. Segi ekki annað. En ég virka ágætlega undir svona álagi og þegar á hólminn er komið, þá gengur alltaf allt upp. Ég á samt ekki að blogga núna. En má samt til með að segja ykkur smá frá helginni. Bústaðurinn okkar er afar lítill og krúttlegur A-kofi. Þetta er einn af uppáhaldsstöðunum mínum á landinu. Við förum þarna allt árið um kring, en á veturna er ekkert vatn. Þá er ekki hægt að sturta niður ef stóri lortur kíkir á mann né vaska upp. Nema maður komi með uber mikið af vatni eða sæki jafnóðum í ána. Margir myndu nú ekki láta bjóða sér upp á svoleiðis. En ég elska það. Elska allt við þennan bústað. Útsýnið er unaðslegt, kyrrðin fullkomin og engin svona sumarbústaðaumferð. Það eru nefnilega ekki margir bústaðir á þessum snilldarstað og þetta er alveg í nokkurra km fjarlægð frá þjóðveginum. Núna, um helgina, var veðrið æði og vatnið komið á. Helgin var fullkomin, afslöppun sem ég neita að bendla við leti á einn eða annan hátt. Grrrr matur og sjónvarpsgláp. Já, hingað förum við til að glápa á imbann+video þar sem við erum bara með rúv hérna heima.

Gerði flotta grillpinna á laug--> Marieneringin er svohljóðandi: Smáttsaxaður vorlaukur, 2 msk hunang, 1/4 bolli soja og sama af cider edik. Henda útí þetta kjúklingakubbum og hálfum sveppum. Geyma í amk klukktíma. Svo þræða á pinna til skiptis, kjúllann sem einnig búið er að rúlla upp í bacon, sveppum og ananasbitum. Algerlega out of this world!

2 Comments:

Blogger sunns de la planta said...

lu viltu vera kokkur hjá mér það hljómar allt svo girnilegt sem þú eldar

10:36 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

'EG heimta það að mér verði boðið í mat soon;)

10:26 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home