föstudagur, apríl 28, 2006

Ok verð að deila fyndinni sögu eða hvað á ég að segja, atviki með einhverjum. Erum búin að hlæja mikið af þessu á heimilinu! Þannig er mál með vexti að fyrir nokkrum dögum fékk ég svona freinds request á Myspace, frá náunga sem kallarsig Mad Stuntman. Ég kannast við frá því í "gamla daga" einn slíkann, en þekki/þekkti bróður hans vel þegar ég bjó í NY á sínum tíma. Anyways, þessi Mad Stuntman er sennilega Íslendingum ókunnur, en úti í okkar stóra heimi er hann vel þekktur, þá sérstaklega fyrir eitt ákveðið lag, getur einhver giskað? Nei það er ekki Dangerous love... ?? heldur tatatatata: I like to move it,move it!!!

OK, on with the butter. Þeir sem þekkja MySpace, finnst þetta ekkert svo merkilegt þar sem ótalmargar hljómst og aðrir listamenn eru skráðir á þeim bæ. Sumir eru viðriðnir það sjálfir og aðrir eru svo heppnir að eiga aðdáendur sem halda uppi fjörinu. Nú, ég ákvað að tjékka hvurs vegna í ósköpunum ég var allt í einu með friends request frá honum-a. nafnið mitt rétta er ekki upp á síðunni b. ég er ekki hin týpíska ebony beauty (eins og 99,8 % á síðunni hans eru) og c. ég var einfaldlega forvitin hvort þetta væri einskær tilviljun eða eitthvað annað furðulegt veraldarafl á ferðinni.

Sendi honum því message og jú viti menn, "hey Lulu it´s me Steve brother from Lenox"..blablabla..."how are you"...blalbalbla "a friend told meabout your site"...og svo komu hlutir sem aðrir gætu ekki svo auðveldlega vitað. Ha ha. Mér finnst þetta ákaflega fyndið-sérstaklega þar sem ég er nýkomin frá NY og heimsótti ég gamla gettóið, en ekki gömlu félagana.

Jæja, klára ritgerð í kvöd, aðra á morgun og enn aðra fyrir þriðjudaginn. Samt er allt svo gott.