fimmtudagur, maí 04, 2006

Ok, er búin að ná mér niður en er enn reið. Bara það að fólk geti verið svo ótrúlega tillitslaust og bera akkúrat nada virðingu fyrir náunganum, fer með mig. EN nóg um það.

Sit og vinn í verkefni, enda fer allur minn tími þessa dagana í verkefni. Á næstu tveimur vikum á ég eftir að: Skila lokaverkefni í táknmáli. Skila Lífssöguverkefni, sem er frekar stórt um sig. Skila af mér einstaklingsáætlun sem er það sem ég er að vinna að samhliða vettvangsnáminu og svo síðast en ekki síst fara í eitt próf. Deux ans! Hjálpi mér... Lífið er samt gott og er góð tilfinning og tilhlökkun sem kraumar í mér, ég er að fara aftur í mína vinnu! Ohh hvað það verður gott að eyða síðustu dögunum með þeim. Sennilega flestir samt búnir að gleyma mér.. :(

Svo gerðist annað yndislegt. Rósa vinkona og Gary manninn hennar eignuðust á þriðjudaginn eitt stykki strák og ég er svoooo stollt af henni/þeim. Öfunda þau líka smá, ok mjög mikið! Barnið er engli líkast og mér finnst svo ótrúlegt að horfa á svona lítil kríli. Bara allt eitthvað. Þetta er sem sagt þriðji drengurinn í röð í vinahópnum þannig að stelpurnar sem á eftir koma eiga sko vandasamt verk fyrir höndum að velja sér mannsefni! Úff, þvílíkir strákar! Gæti borðað þá alla!

Ekki meiri tími, farin að læra chao! Segið nú eitthvað skemmtilegt :)

3 Comments:

Blogger Tryggvi Már said...

Það hefur enginn gleymt þér. Ja nema kannski þessi þarna sem kennir krökkunum að lita... :)

6:44 e.h.  
Blogger Huxley said...

Hver er það? hmmm ;)
Gott að vita bæði Sunna og Tryggvi :)

7:57 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

This is very interesting site... Online interior design services Cell+phone+business+plans Malpractice lawsuitscaps

9:25 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home