þriðjudagur, maí 09, 2006


Bölvunin poppar upp aftur....Gnýr er týndur og erum við búin að leita og auglýsa út um allt! Hann er sem sagt litli, innikötturinn okkar en við ákváðum að hafa hann bara inni eftir Örk og Loka. Svo er hann búinn að vera að væla og mótmæla svo við leyfðum honum rétt að kíkja út, þurftum næstum að ýta honum þar sem þetta litla grey er svo pjönku inni í sér...hann bara varla þorði en fór þó smá út um gluggann í gær en alltaf fljótlega inn aftur. Svo bara var orðið dimmt og ekkert bólaði á lillanum...böhöööö. En erum búin að auglýsa alls staðar, búðir, tala við litlu spæjarana í hverfinu, labba út um allt og einnig hringja á Dýraspítalann til að ath. hvort einhver hafi komið með slasaðan kött. Ekkert þar. No news is good news....?? Er bara ofsalega vonlítil eitthvað og sorgmædd yfir þessu. Argasta klúður.

2 Comments:

Blogger sunns de la planta said...

Ertu að djóka það hlítur að vera kattarbölfun á ykkur þetta er rosalegt vonandi kemur hann sem fyrst .....

11:29 f.h.  
Blogger Eva said...

Æji... en bara smá pointer ef þið viljið hafa hann algjöran innikött, þá má aldrei hleypa honum út því þá versnar mjálmið bara :/

Vonandi finnst hann sem fyrst!

8:13 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home