sunnudagur, desember 14, 2003

yo yo yo
fullt að segja jámss, við fórum út í gær og ég keypti mér RAUTT LEÐURPILS, já ekki að grínast. Frekar stollt af mér sko! Verð að minnast á drauminn hans Bjarka, fyndinn, sennilegast finnst fólki þetta ekki svo fyndið, en það þarf bara að setja upp mynd í huganum og þá er þetta drepfyndið. Sko hann dreymdi að hann sá mömmu og afa keyra niður götuna hvítum caddilakk og hann stoppaði þau og vilda fá að setjast í til að prófa, en mamma sagði "hvað er að setjast upp við erum að fara að stoppa" en Bjarki svaraði, "æi mig langaði bara finna rennslið!!" HAHAHA of fyndið. Fórum á næturbröllt í nótt, sko í Shoreditch sem er lang skemmtilegasta svæðið til að djamma í, erum ekki með mikið eherm djamm þol lengur svo að okkur leið soldið illa í dag. Verðum að fara að æfa okkur fyrir Klakann!!! Ójá Saddam fundinn, skal veðja að hann fannst inni í Keiko---REST IN PEACE homie--dó bara úr lungnabólgu greyið, já núna fara Norðmenn og Íslendingar aftur að rífast, gaman! Hvernig ætli Saddam málið fara, hmm, jú maður er orðinn fullorðin og verður að hugsa um heimsmálin í einhverri dýpt sko! Á leiðinni heim í nótt keypt mat, sko eitthvað sloppy fyrir svefninn og enduðum með að kaupa 2 kebsabski, já var boðið small, medium eða large og ég gráðuga, keypti tvo large!! Við snertum ekki á þeim samt en lyktin í íbúðinni í morgun WOW, það ætti að banna þetta. Verri lykt en á svona scampi og sítrónu snakki!!! Vorum að fá fullt af jólpökkum, hlakkar soooo til, verðum samt ekki með neitt jólatré, það er eitt pjönku lítið upp á sjónvarpinu, mjög ljótt en hey! Rósa þú ætlar að spyrjast fyrir um Gunnar Geir Waage í eyjum og Magna og skila kveðju, jafnvel láta þá fá email...væri gaman að fá að vita hvað þeir eru búinir að vera að bardúsa...jamm jamm vantar að sjá eitthvað fyndið, vill einhver benda mér á eitthvað sniðugt á netinu..Sayonara for now

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home