mánudagur, ágúst 01, 2005

Þá er þessari blessuðu helgi lokið og ég komin í bæinn.
Finnst hún hafa verið löööng í þetta skiptið...ekkert of löng, bara löng. Minnti svolítið á myndina Festen en nákvæmara fer ég ekki út í hlutina. Á öðrum stað en ég var var fullt annað í gangi, alger sápa. Mér datt í hug að skrifa litla bók um atburði helgarinnar. Þar sem margbreytileiki mannskepnunnar er aðalatriðið. Púff, komst að því að ég lifi pretty normal lífi, þ.e. mitt heimili, mitt samband og allt það, er fremur venjulegt. Sem er gott, considered :)

Sit núna með leifar af mestu magaharðsperrum lífs míns og hlusta á Sufjan. Djísus! Dúndraði 100 sit ups á fimmtudaginn á boltanum mínum góða, og hef sem sagt ekki getað gengið með beint bak síðan! Já þessir boltar virka svo sannarlega og það á vöðva sem kannski hafa aldrei verið æfðir. Ok, nóg um það. Boohooring.

Bjarki farinn að skoða "steady cam" sem er svona sérstakur, sérsmíðaður þrífótur fyrir vídjóvélar. Honum langar að smíða svona og þá fer hann kannski að gera meira af vídjóum. Hann er svoo mikill snilli þessi drengur en alveg óskaplega hógvær. Klári minn. Meira um það síðar.
Bið heilsa.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég er ekki frá því að hafa orðið dáldið forvitin eftir lesturinn, hmmm?
Kv. Birna Hlín.

2:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Looking for information and found it at this great site... Renaissance kitchen boating in england small business health insurance ny

7:11 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home