þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Árið 1984 fór ég með mömmu og Hafsteini í langa ferð til New York. Þetta varí fyrsta skipti sem við systkinin fórum til útlanda. Ég var 6 og Hafsteinn varð 4ra. Við vorum frekar lengi þetta sumar og ég man eftir fullt af hlutum, sem er kannski ekki svo merkilegt en ég ætla nefna nokkra. Ég fékk bláan sundbol með hvítum doppum og svona pífupilsi. Einnig var ég mikið í svínkusundbol, man hvernig efnið var. Við héldum upp á afmælið hans Hafsteins og þar sem það var svo heitt, þá keyptum við ístertu. Held af Myrtle Avenue, ekki alveg sjúr. Hann fékk meðal annars Gizmo/Gremlins t-shirt sem var í svona plötu-umslagi. Við fórum í fyrsta skipti í Toys´r´us..gúlp vá!! Keyptum litla útisundlaug og ég fékk Cabbage Patch: dúkku, veggjaskraut (pin up), lítinn plast strák, "ekki"límmiða heldur sleikja dress upp bók og bleijukassa. Vá, sá fullt af þessu dóti áðan á Ebay og fékk flash bakk dauðans. Þess vegna fór ég að skrifa um NYC 1984. Langar í. Held að allt sé týnt. Allavega, fékk líka Strawberry shortcake stelpu, og það er ennþá jarðaberja lykt af hárinu hennar. Fékk fullt fleira.

Þetta var gott sumar, heitt og ég man þegar Súsanna frænka labbaði á misjafna gangstétt og reif upp á sér tánöglina. Man eftir massa ljósflugu veiði-leiðöngrum og mikilli rigningu. Gékk í fyndnum sandölum. Fékk æðisgengna glæra jarðaberjaregnhlíf, sem því miður eyðilagðist þegar ég koma til Íslands :( .

Konan sem bjó við hliðina á Dísu frænku, var alltaf að gefa okkur skrýtinn brjóstykur...kannski er ég svona skrýtin út af því.
Hvað meira..

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

That's a great story. Waiting for more. » » »

6:54 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home