þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Hvar skal byrja, vantar orðin alveg bara en þetta er allt inni sko...helgin já þar er gott að byrja. Föstudagurinn var rólegur hér á bæ enda ábyrgðarfullir námsmenn hér á ferð...á laugardaginn hinsvegar var byrjað snemma.. en ekki þannig. Ég fór á flakk um allan bæ að finna dót til að pakka þessari risa gjöf til þeirra og það tókst á endanum. Svo var hitt og þetta keypt, skyrta fyrir strákinn, aðhaldssokkabuxur fyrir stelpuna hoho og sitthvað fleira. Nú svo komu hin sænsku Katarina og Erik og spænski kærasti Katarinu en þau ætluðu að gista hér sem sagt. Við fengum okkur öll eitt hvítvínsglas hérna og svo fórum við í fyndnum amerískum leigubíl í félagsheimilið út á Nes. Athöfnin hófst klukkan 18.00 að staðartíma og allir flissuðu og hlógu, mest þó brúðarhjónin, mjög skondið að fylgjast með þeim. Fliss fliss - flass flass. Mjög sætt og allt það. Svo var bara sest við borð, sturtað í sig og borðað af gómsætu hlaðborði. Á meðan voru hin ýmsu atriði...man ekki í hvaða röð (hey þjónninn var alltaf að fylla á )..en þetta kom: Ottó Tynes söng eitt lag sem svona kveðju en lagið var gjöf frá yfirmanni Eldars hjá Mr.Destiny. Einnig voru ýmis ræðuhöld, ein systir spilaði á píanó, fleiri ræður, hópur af okkur sem gæsuðum Evu gerðum eitthvað bull, söngvar, lag sem var tekið upp í stúdíó með Evu þegar hún var gæsuð var "óvænt" on air og svo má ekki gleyma einu. Erpur herra hundur, fór með rímur um.. um... já um hvað? Allavega ekki um brúðhjónin eða vináttu þeirra Eldars í gamla daga, neibbs, um Árna Johnsen og hann að troða einhevrju upp í rassgatið á ömmu sinni, að mig minnir. Ég hló, en sé eftir því, það var vínið sem hló, en svo mundi ég að ég var í brúðkaupi...allir hneysklaðir þó svo að þetta hafi verið svona allt á léttu nótunum.

Fórum svo eftir dansiballið niður í bæinn gamla, KB to be exact...vorum þar nokkur úr laupinu. Einhver ofuölvi stúlka datt á eitt borð sem varð til þess að mjög margir fullir drykkir fóru yfir alla við það borð og næsta en samt minnst á mig en það sem þó hitti á mig var mjög fullt, sjóðandi heitt kertaglas. Búmm, kjóllinn. Búmm peysan. Oh well...

Vá komið nóg. Sunnudagurinn var tekinn varlega í kjölfarið. Útlendingarnir gistu svo ekki, því Breakbeat.is strákarnir ljúfu gáfu brúðhjónunum brúðkaupsnóttina í SVÍTUNNI á 1919 hótelinu nýja. Já, það held ég nú.

Úff allir þessir pakkar...
Over.

1 Comments:

Blogger Huxley said...

neibbs, eða jú brenndi mig en fallegasti kjóllinn minn er kannski ónýtur...kennir manni að fara ekki í sparifötunum út á djammið ;/

1:50 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home