þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Það vill enginn kaupa zæta bílinn okkar. Þá reyni ég að hirða það sem ég get og skila honum og fæ þá einhverja aura fyrir. En leiðinlegt, einhver hefði getað eignast hann t.d. í varahluti. Oh well.

Þá er skólinn byrjaður. Reyni við mínar 21 einingar og hef gaman af. Til gamans má geta að einn góður kennari sem einnig er samkennari minn núna, benti mér á að dagskólanemendur-þ.e. ekki í fjarnámi-taka 15 einingar. Þetta vissi ég vel, en hugsaði ekkert um fyrr en hún/hann benti mér á þetta. Auðvitað má bæta við en mælt er með 15, sem fulla stundarskrá. En 21 skal það vera plús vinna, mikil vinna til að byrja með. Líst vel á nýja staðinn minn, sem er ekki nýr fyrir mér, því þarna varði ég minni gelgju. Þekki fólkið og húsnæðið sem er flott.

Henti mér í það að skoða einn ákveðinn stað, reyndar svona nokkra staði á einni ákveðinni staðsetningu eða þúst, á Ítalíu. Við látum okkur dreyma og svo sjáum við bara til. HVer veit nema við B þrömmum upp og niður hlíðar bæja Amalfi strandarinnar um páskana. Who knows? Komst svo að því í gær að Jamie nokkur Oliver, krúttkokkur, fór þangað í brúðkaupsferð. Kannski ég biðji bara Bjarka þar í staðinn. Múhahahaha!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Dugnaður í þér kona - 21 eining!

En, leitt að heyra með bílinn, ég var svo viss um að nokkrir guttar þarna úti hefðuð viljað hann enda lítið keyrður og klassbíll fyrir unga strákvitleysinga ;)

En ég vildi annars að ég væri byrjuð í skólanum en nei, sit enn veik heima og get ekkert gert :(

9:32 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá eruði að spá í að fara til Ítalíu, líst rosalega vel á það :) það er sko einn af nokkuð mörgum draumastöðum sem ég á eftir að heimsækja :-) og með skólann, þúrt svo klár stelpa! ferð létt með þetta :-)
Sjáumst í kvöld, kíktu á meilið þitt!
dröFn*

11:12 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Excellent, love it!
» » »

7:35 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

I have been looking for sites like this for a long time. Thank you! »

12:07 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home