Skrýtnir tímar...
Hvar skal byrja? Lokinn okkar dó sem sagt á miðvikudaginn, en 3 ungar konur komu með hann til okkar, vafðann í handklæði, rétt fyrir miðnætti. Þá var hann dáinn en þær fundu hann rétt við Miklubrautina. Hann var víst frekar illa farinn greyið þannig að við höfðum ekki í það að skoða hann. Mikið grétum við mikið en urðum þó að búa um hann fyrir nóttina. Sváfum lítið og vöknuðum snemma til að kanna úrræði. Dýraspítalinn tekur að sér brennslu en einnig svokallaða sérbrennslu sem við þurftum ekki að hugsa okkur tvisvar um. Loki skyldi ekki fara í einhvern haug og búið. Á morgun fáum við svo öskuna hans. Ótrúlega skrýtið, held að fólk sem átt hefur dýr skilji þetta frekar en þetta er bara alveg ótrúlega sárt. Æ auðvitað skilur fólk þetta alveg...Hann var litli strákurinn okkar, frumburðurinn okkar eins og flestir vita. Vill ekki skrifa meira en við ætlum saman ég og B að skrifa skemmtilega minningargrein, svona aðallega fyrir okkur til að muna og kannski set ég hana bara hérna inn...svo ætlum við að finna góðan stað fyrir hann. Veit að sumum þykir þetta allt skrýtið jafnvel fáránlegt en ekki okkur. Besti kötturinn.
Finnst eitthvað svo asnalegt að koma með í framhaldi af þessu fréttir af atvinnumálum mínum en mér var boðin vinna í skólanum sem mamma vinnur í (hoho) en þar eru krakkar að koma inn "í tengslum við mitt áhugasvið". Nú gat ekki hafnað þessu boði, enda skemmtilegt lið þarna og sveigjanleikinn í fyrirrúmi :) Já skemmtilegir hlutir gerast líka.
Hvar skal byrja? Lokinn okkar dó sem sagt á miðvikudaginn, en 3 ungar konur komu með hann til okkar, vafðann í handklæði, rétt fyrir miðnætti. Þá var hann dáinn en þær fundu hann rétt við Miklubrautina. Hann var víst frekar illa farinn greyið þannig að við höfðum ekki í það að skoða hann. Mikið grétum við mikið en urðum þó að búa um hann fyrir nóttina. Sváfum lítið og vöknuðum snemma til að kanna úrræði. Dýraspítalinn tekur að sér brennslu en einnig svokallaða sérbrennslu sem við þurftum ekki að hugsa okkur tvisvar um. Loki skyldi ekki fara í einhvern haug og búið. Á morgun fáum við svo öskuna hans. Ótrúlega skrýtið, held að fólk sem átt hefur dýr skilji þetta frekar en þetta er bara alveg ótrúlega sárt. Æ auðvitað skilur fólk þetta alveg...Hann var litli strákurinn okkar, frumburðurinn okkar eins og flestir vita. Vill ekki skrifa meira en við ætlum saman ég og B að skrifa skemmtilega minningargrein, svona aðallega fyrir okkur til að muna og kannski set ég hana bara hérna inn...svo ætlum við að finna góðan stað fyrir hann. Veit að sumum þykir þetta allt skrýtið jafnvel fáránlegt en ekki okkur. Besti kötturinn.
Finnst eitthvað svo asnalegt að koma með í framhaldi af þessu fréttir af atvinnumálum mínum en mér var boðin vinna í skólanum sem mamma vinnur í (hoho) en þar eru krakkar að koma inn "í tengslum við mitt áhugasvið". Nú gat ekki hafnað þessu boði, enda skemmtilegt lið þarna og sveigjanleikinn í fyrirrúmi :) Já skemmtilegir hlutir gerast líka.
1 Comments:
Æji, hvað þetta er mikil sorgarsaga :(
En það er gaman að heyra með vinnuna þína :)
Skrifa ummæli
<< Home