föstudagur, október 28, 2005

Mig vantar meiri snjó! Finnst ekkert meira notalegt en það að vera inni þegar snjóar úti...sit fyrir framan tölvuna að...læra...got that right ;)

B rændi mér út í smátíma í gærkveldi-smá pása sem var kærkomin enda rófubeinið orðið ansi meirt. Og hvert fórum við...hvað var nógu merkilegt til að slíta mig frá ritgerðarskrifum?? Ég skal nú segja frá því. Fórum á Grand Rokk, en þar áttu að vera tónleikar. En þegar við komum þangað kl. 20:45 þá fattaði B að hann hafði lesið vitlaust, húsið opnaði 20:30 en tónleikarnir áttu ekki að byrja fyrr en 22:00. Ekki vorum við tilbúin til að fara heim, neeehh, fyrst ég var á annað borð komin út þá var ég ekkert að flýta mér heim. Þannig að við fórum og fengum okkur kaffi á Súfistanum og lásum í bókum og blöðum. Svo fórum við aftur á Le Grandesque Rokkisimo en þar voru að fara að spila tvö bönd. Þegar við komum þangað hittum við fyrir félaga B en hann er einmitt í seinna bandinu. Honum finnst leiðinlegt að búa í London en það er allt önnur saga. Veit ekkert af hverju ég skrifaði þetta, var að rifja upp.
Nú, sem sagt fyrra bandið byrjaði (duuuh-hence fyrra bandið....) og mér fannst það ekkert spes, auðvita mjög klár en ekki að gera sig fyrir mig. Þetta ágæta band var Worm is green. Nóg um það....er ég vond? Já soldið..en allavega ekki að plata.
Seinna bandið var svo ástæðan fyrir því að við fórum á annað borð á GR. Það band er hið margrómaða Ampop. Og ég verð að fullyrða hér (mitt álit) að þetta band er að gera góða hluti, og þá meina ég verulega góða. Alveg það mest spennandi núna af íslenskum böndum. Virkilega góðir ´lifandi´ og frábær lög. Mæli með þessu á poddinn eða í spilarann! Reyndar meira í spilarann, þar sem maður kaupir svona diska en rænir ei! Styrkja þá félaga, sem sagt alveg frábærir tónlistarmenn þarna á ferð. Held að útgáfutónleikarnir séu á Nasa 23.nóv.....bet here or be square.

Farin að liðka rófuna, svo...læra...svo...pása með Drammen ;)

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég var á gauknum og í hafnarhúsinu á föstudaginn, hefði verið gaman að hitta á þig en það var svo ótrúlega margt fólk þar. Ætlaði að reyna svo við Nasa á lau. en þá náði röðin að alþingishúsinu kl 21.30.
Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt, kíki reglulega á það og komin tími til að kvitta fyrir.
Gangi þér vel að læra :)
Kveðja
Kristín Inga

2:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ. Ætlaði að vera löngu búin að commenta til að segja formlega bless, var frekar spæld að hafa ekki náð að kveðja ykkur almennilega. Bið að heilsa ykkur öllum!

7:22 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Best regards from NY! free pics hot babes nude camera mobile phones tiny tits goth Play strip black jack Pictures of hummer h3 Kenny bell buick parts southwest kia arlington

1:41 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home