föstudagur, október 21, 2005


Hvert var ég komin, já fimmtudagur..það var í gær. Löbbuðum í rólegheitum inn á Þjóðleikhúskjallarann en eins gott að við vorum ekki rólegri því það var stappað og mínútu eftir að við komum inn var húsinu lokað. Þegar Bjarki sagðist hafa heyrt dyraverðina segjast þurfa að loka húsinu, hélt ég að það væri eldur laus og að allir þyrftu að fara út...???
En sem sagt,here we are. Get ekki sagt að ég sé 100% sjúr með það hver var að spila, en ég segi að það hafi verið hann Pétur Ben, sem spilar líka stundum með Mugison. En samkv. dagskránni hefði Indigo átt að spila og svo Pétur og svo...
En hann var frábær,sleit streng á fyrstu mínútu og þurfti að hlaupa á bakvið. Það gerði nú lítið til, salurinn elskaði hann from start. Sniðugur strákur og klár. Ekkert ljótur heldur hohoho. Svo sleit hann annan í síðasta laginu, en skipti bara um snöggvast og kláraði með glæsibrag. Og þarna, lagið hans sem hann samdi til dóttur sinnar-lag sem hann sagði vera persónulegasta lag sem hann hefur samið-það er æði. Hvernig var setningin"...if I was the day I would ask the birds to say.." og svo flautar hann lítið og sætt fuglaflaut.

Svo koma hann José minn Gonsalez. Oh hann er líka svo klár. Alveg óskaplega ánægð með hann. Hefði samt viljað fara úr sokkunum og til að geta troðið þeim upp í kjaftandi fólkið á barnum bakvið. Ferlega róleg og falleg tónlist með einhverja sí malandi fukking bjórþambandi lúða á bakvið. Uss uss uss!

Strunsuðum svo út á jákvæðan hátt á Pravda þar sem High Contrast var að spila (sjá mynd) og það var eins og við mannin mælt-glimrandi stemming. Held að Pravda hafi aldrei verið svona pakkað. Dansað alveg á fullu. Æði gæði. Ætluðum svo í árlegt Breakbeat eftirpartei hjá Alla en B vildi heim, vinna í dag.

Dreymdi í nótt að að fyrsti jólasveinninn væri komin, en svo vaknaði ég og það var ekkert í skónum. Ohh..

p.s. hata Pravda, note, ógeðslegustu klósett bæjarins. Myndi heldur aldrei fara þangað ef Breakbeat kvöldin væru ekki haldin þarna.

p.s.2 ef þið ykkur vantar einhvern tíma ráð vegna óþæginlegra hljóða frá nágranna, þá getið þið leitað til mín-Laufey önd með hjálparhönd ;)

4 Comments:

Blogger Huxley said...

Private road construction what? Like the Road to Bogahlid in pitch black? Ok then...

9:14 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Bara svaka stemmning í gangi :)

9:21 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

vá þið eruð mjög dugleg í tónleiknum, frábært..... verst að ég kom ekki nokkrum dögum fyrr til að geta skroppið með þér;)

en já, ég bíð eftir sögum af restinni af helginni!!

kveðja,
sarad

12:20 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Best regards from NY! Blowjob videos no downloading Connecticut va loan

12:39 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home