þriðjudagur, október 18, 2005

Já af hverju borða ísbirnir ekki mörgæsir? :)

Held að ég sé alveg að verða fullorðin...veit ekkert af hverju ég fór að hugsa um það en svo virðist sem unglingunum mínum ástkæru í vinnunni finnist ég vera ansi ung. Um daginn kom ungur drengur að mér þar sem ég var að opna stofu, hann horfði lengi á mig og spurði svo:,,Bíddu ertu að vinna hérna?" Ég svaraði því játandi. Þá varð minn maður eins og klessa í framan og sagði mér að hann hefði haldið í byrjun skólaársins að ég hefði verið að byrja í 8. bekk....ohh. Ég benti honum á að koma nær og skoða grannt, mér fannst ég allavega ekki 8.bekkjarleg þegar ég rembdist við að þvo morgun-grettuna framan úr mér þann morgunin..það skal ég alveg viðurkenna. Mér var svo tilkynnt það að fullorðnar konur gengju ekki með litla gula banana hangandi í eyrunum, en því er ég ekki sammála.
Enda segir vegabréfið sannleikann, twentysevenyearsold-in other words: woman. Segir samt ekkert um aldurstakmörk á bönunum.

Nú svo í gær var ung stúlka sem ég aðstoða mikið að velta bílprófinu fyrir sér, spurði mig svo hvort ég væri komin með eitt slíkt og ég svaraði já-með svona spenntum-gelgjulegum tón! Hún varð mjög hissa en þá alltí einu vaknaði ég-> já ég er komin með bílpróf, heldur betur, fékk það fyrir 10 árum! Enginn spennings-gelgju tónn þar...
En ég kaupi Converse, Nikita og Topshop og þeim finnst það fínt. Mér líka. No doubt there.

Svo já, þó svo að indælu unglömbin halda mig vera eina af lömbunum, þá geri ég mér alveg næstum því, grein fyrir því að...ég er orðin stór.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hahah alveg frábært þetta með áttunda bekkinn :)
ds*

12:39 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home