fimmtudagur, september 22, 2005

Maður er farinn að eyða svo miklum tíma fyrir framan tölvuna að bloggið einhvern veginn gleymist. Ekkert hræðilegt ég veit, en það furðulega er að mér finnst ég verða að skrifa inn semi-reglulega. Ekki endilega fyrir aðra að lesa heldur kannski meira fyrir mig til að muna seinna.

Loki er kominn heim til okkar. Bjarki sótti litlu fínu dolluna hans og höfðu þau sett ólina hans utan um. Ég þori ekki að kíkja ofan í. Seinna bara. En gott að hafa hann hérna heima. Svo ætlum við kannski að finna seinna stað til að setja hann. Örk liggur hérna hjá mér, en þegar Bjarki kom með boxið heim þá þefaði hún endalaust af því og ólinni.

Bíllinn er líka kominn heim. Fór í viðgerð eins og áætlað var fyrir viku. Við vorum ekkert að reka á eftir honum, heldur biðum við bara eftir símtali um að hann væri tilbúinn. Svo þolinmóð sko. Svo sendi ég frænda email í gær og hann varð svaka hissa, bíllinn varð tilbúinn á föstudaginn. Hehehe.
Skólinn er að kikka inn, gaman og gott, en maður getur orðið soldið undinn eftir vinnuna og svo heimalærdóminn. Þess vegna var svo þæginlegt að fara í pizzu til Drafnar og Hrings á þriðjudaginn, nammi plús nýjasti af Prison Break. Úff those eyes....
Svo í kvöld aftur matur hjá Evu og Eldari, en nú fer að verða (er orðið) brjálað að gera hjá þeim hjónum í sambandi við Iceland Airwaves. Mikið hlakkar mér til ha! Mæli með því að Dröfn kaupi miða í þetta sinn...vona það allavega! :)

Ok,annað hvort verð ég að hætta til að gera heimadæmin í tölfræðinni eða uuu taka til..sem maður virðist alltaf vera í stuði til að gera þegar maður á að vera að gera eitthvað annað.

Ég ætla í brjóstaaðgerð seinna.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hæhæ!! heppin ertu að vera boðin svona í mat.... mjög mjög svo!!
það er alltaf gaman að lesa bloggið þitt, vonandi tekurðu það ekki frá mér, hehee.... engin skemmtileg blogg að lesa en maður verður að hafa eitthvað að gera á milli læranna!
gastu notað eitthvað af því sem ég sendi þer?
kv. sdo

5:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Oh hvað það hlýtur að vera skrítið að vera komin með litla krýlið heim í dollu með ólinni utanum :/

En gott að heyra að allt er að ganga vel :-) og brjálað að gera heyri ég.

Ég er annars sammála sdo að þú megir ekki hætta að blogga! Er svo gaman að lesa frá þér!

En brjóstaaðger? :p hver þarf svoleiðis?

6:58 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Var farin að halda að þú værir hætt að blogga, en það gleður mig að svo er ekki. Fannst það alveg eins líklegt, enda að taka sem nemur um einni og hálfri önn í skólanum og í vinnu með!! Dygtighed og flittighed á einum bæ. Eruð þið annars búin að kaupa miða á Ísland Loftbárur? Það má maður ekki láta fram hjá sér fara!

Bið annars að heilsa honum bróður mínum.

7:11 e.h.  
Blogger Huxley said...

Já við sem sagt kaupum miða von bráðar, og ó nei missum ekki af því! Vorumað hlusta á nokkra hljómsveitir í gær sem koma, forsmekkur þess sem mun koma :)

6:23 f.h.  
Blogger Huxley said...

Heyrðu og Sara:Gleymdi gmail, er að ath núna ;) meget tak!

6:24 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

your welcome my dear,,,,,,,, vonandi trúðir þú ekki að ég hafi unnið eitthvað af þessum verkum..... úffff ó nei;) ótrúlega gjafmilt þetta fólk á WebCt???? ef ég væri buin að glósa heila enska bók alein myndi ég sko ekki vera að deila því með ÖLLUM öðrum, sérstaklega ekki fólki sem ég þekki ekki...nó vei:)
saraba

6:45 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Looking for information and found it at this great site... Subaru forester trouble code kiss rock band seat covers Esters fragrances Does eczema pass down from mother to liter Seat belt covers Performance rims tires Acyclovir gifts

12:18 f.h.  
Blogger yanmaneee said...

pg 1
golden goose shoes
supreme clothing
curry 6
kobe shoes
balenciaga triple s
pandora jewelry
kawhi leonard shoes
curry shoes
golden goose

3:11 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home