miðvikudagur, október 12, 2005

Aha...
Það er fremur jólalegt í hausnum mínum og ég væri sennilega farin út að hnoða ef ég væri ekki með kúk upp á bak.

Tók eftir því um daginn að ég er alltaf að agnúast (er þetta orð??) út í ókunnugt fólk. Margt sem ég finn að fólki stundum, en þetta er ótrúlegt en satt bundið oftast einum tíma mánaðar. Sem er ekki núna en mér datt þetta bara í hug. En reyni að vera jákvæð...svona oftast. Hláturinn lengir lífið, brosið virkar á línurnar and all that.

En kannski ætti ég að láta aðra dæma um það hvort ég sé eitthvað skrítin, set inn dæmi um leið og ég man. Man eitt en ég varð ekkert rosalega pirruð, hafði bara orð á því eftir á. En var í röð (mjög lítil röð) og það var kona fyrir aftan mig. Hún var alltaf svo nálægt mér, svo færði ég mig og hún líka! Finnst bara óþægilegt, nema á tónleikum og þannig stöðum, að fólk sé alveg upp við mig. Skil heldur ekki, það var ekki eins og það hafi verið einhver svaka ös...kannski var svona góð lykt af mér...??

Fer heldur ekkert meira í taugarnar á mér en verulega hrokafullt og dónalegt afgreiðslufólk. Punktur. Nenni ekki að hlusta á að það getur verið erfitt hjá þeim og allt það. Það bara á ekki að hafa áhrif á þjónustuna. Ekkert meir um það.

Ahhh erað downloada The League of Gentlemen´s Apocalypse akkúrat núna. Þeir sem hafa séð þættina sem gerast í smábænum Royston Vasey, ættu að vita hvað ég er að tala um :) "Are you alooone???" Kannski ekki fyrir alla, en allavega fyrir mig múhahahahahaha!

Positivity, yess, yessss, yesssss!

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Virdist vera alveg sama á hvada thjónustu madur tharf á ad halda hérna, thad fylgir nánast garanterad ALLAVEGA eitt stykki bros med hjá Dønunum, med ómælda thjónustulund, í langflestum tilfellum í thad minnsta. Thjónustulund er einmitt eitthvad sem er varla til í íslenskri ordabók, mætti alveg fara ad taka thad upp, myndi létta okkur øllum lundina, og lífid.

11:22 f.h.  
Blogger Huxley said...

Já þarna er ég sko sammála, þekkist varla svona grumpiness erlendis!!

3:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Er sko alveg sammála þér um þessi mál :)

5:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já örugglega ! Frakkarnir eru þekktir fyrir kurteisi ;-)

11:18 e.h.  
Blogger Huxley said...

Hihihi

11:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

já íslensk þjonustufólk eru dónar...... ég verð alltaf svo ofsalega ánægð og hress þegar ég lendi á fólki sem nennir að vinna vinnuna sína almennilega!

og já, satt hjá hring - frakkar eru kurteisir en þegar ég lendi á e-m sem er dóni verð ég ótrúlega pirruð......
jæja bla blaooooo
sdo

11:58 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home