fimmtudagur, október 13, 2005

Já það er satt sem Ragga segir...þetta var ótrúlegur tími en fólk bara trúir manni ekki þegar maður segir frá honum...
Svo margt ótrúlegt gerðist, maður hitti allskonar fólk og sá ýmislegt. Hélt ég gæti eitthvað farið að skrifa um þetta en þá bara kemur svo mikið upp í hausinn. En ég veit að Desmond einn vinur okkar var myrtur árið 2000, en svo veit maður ekkert um hina. En við eyddum þessu ári sem drottningar East Flatbush eða Parkside prinsessurnar hahahahah, þar sem hinir ýmsu "fylgdust" með okkur og pössuðu að við væru öruggar. Jú ég gæti komið með eitt gott svona helgardæmi, Ragga vonandi fyrirgefur ;)
Fös: L kemur beint eftir vinnu og farið er beint út á horn að kaupa bjór -->Coronavegna bragðisins eða euugh BudIce vegna skúrf-tappans. Svo setjumst við á tröppurnar fyrir utan hús og fáum okkur nokka til að "unwind". Þaðerblooduerfittað vera nanny! ;) Eftir það förum við upp og svona spörslum í það sem þarf að sparlsa í og troðum okkur í betri gallann, stundum setti Ragga franskar rúllur í hárið á sér...hihi...
Nú, þá lá leið okkar á "Spænsku" Castilla De Jagua. En þar vorum við ávallt í miklu uppáhaldi hjá Papa. Staðurinn er á Flatbush, rekinn af fjölskyldu frá Dominican Replublic og þarna eyddum við ófáum stundunum! Það voru myndir á counternum af okkur!!! Þegar komið var þangað voru bjórarnir flæðandi og svo náttúrulega skellti Ragga pening í djúkboxið-þar sem ljúfir latino (hahaha) tónarnir fylltu þennan litla stað (veitingastaður slash bar). Og oftar en ekki stökk Raggan galvösk út á gólf með oftar en ekki, lágvaxinn eldri-latino sér við hönd. Ó myndirnar segja ALLT!! Græt mig í svefn af hlátri! Og mexíkanarnir tveir sem komu stundum, voru alltaf klæddir eins og kúrekar í teiknimyndabók með spora og sítt sítt svart hár en svona sítt að aftan stíl, svo hjóluðu þeir alltaf heim blindfullir (in to the sunset) Nú ok, eftir sem sagt smá upphitun á Spænsku fórum við svo oft í slagtogi með félögum úr hverfinu á írskann pub nálægt Park Slope sem heitir Mooney´s. Hljótum að hafa verið skrautlegar stundum með okkar "entourage". En þar var einmitt djúkbox líka en með tóna meira í okkar átt ;) Þarna gerðust stundum fyndnir hlutir, mannstu klósettið Ragga og hann...man ekki akkúrat núna hvað hann heitir.....en kannski myndi maður taka öðruvísi á því núna hohoho. Og svo sonur eigandans Brendan...Anyways, þarna vorum við jafnvel til lokun og fórum þá með leigubíl aftur á Flatbush, þar sem komið var við á "Grænmetismarkaðnum". Þar vann hann Angelo vinur og oftar en ekki hittust við þar nokkur og strákarnir "sungu"fyrir okkur, kannski sungu þeir ekki, meira röppuðu en það er svo hallærislegt að segja það eitthvað.
Nú svo var það bara heim í bælið og þegar vaknað var næsta morgun, hentum við okkur í jogging buxur, tróðum sólgleraugum framan í okkur og strunsuðum út á horn, nánar tiltekið á Family Pizza-mmmm sweet pizza slice from heaven og ííískalt pepsi! Ahhh dreymi enn um þennan stað! Og garlic knots...stundum beef patty með osti. Ef við vorum sérstaklega fallegar frá gærkveldinu, þá tókum við með heim.... Svo dunduðum við okkur um daginn, versluðum og allskonar. Kvöldið: Mjög svipað nema kannski þá var í staðinn fyrir Mooney´s farið á Nell´s niður á Manhattan. Mjög fínn staður, þar sem managerinn var okkar vinur og blandaði drykkina ;) Oh svooo fyndið líka þar sem ég var ekki alveg komin með aldur (ekki fyrr en seinna)..gellurnar!
Sunnudagur: Sofið út og hangið hér og þar, stundum borðuðum við á Spænsku (vatn í munn) og svo þegar veður leyfði, héngum við úti á Parkside með strákunum, tafl-dominoes-tónlist og fleira. Góðar stundir. En þetta var einfölduð version af helgi. Ætla ekki að koma með details, þið mynduð ekki trúa ;) En byssur, krakk, Malik skotinn-stunginn-skotinn, Deon að koma aftur "heim"eftir 2 ja ára enduhæfingu þar sem hann var skotinn 9 sinnum í líkamann, gengin Bloods, Crips, Latino Kings og fleira er meðal þess sem gerðist....Ekki má gleyma Steve og Larry, Steve sem er bróðir hans Stuntman-> I like to move it move it---euuugh og já man hann líka með grænt brodda hár og kærastan hans með bleikt...fengum nú jeppann hann nokkuð oft ;) Æ man svo mikið en ætla ekki að setja allt hérna inn.
Kannski setjumst við niður einn daginn í ellinni og skrifum eitt stykki bók...hvað segirðu um það Ragga?

Ef þú kæri lesandi hefur náð að lesa hingað þá áttu hrós skilið!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vá Laufey, ég sá þetta ljóslifandi fyrir mér,við verðum að hittast yfir bjór & spjalla um þennan tíma, það ætti ekki að taka nema nokkra daga (þú kémur bara í sleep over & tekur með þér marga kassa af corona) p.s. þú ert frábær penni 8-)

8:26 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Wonderful and informative web site.I used information from that site its great.
Buying valium prescription 2006 suzuki v- strom Suzuki gsx1300r hayabusa clutch 2006 suzuki s83 pictures and reviews http://www.reliablewebhosting0.info/Php-mysql-free-web-host.html Big clitoris and penis rock hill sports sueski apv pickup moscow british airlines vacations indepentant mortgage advice crowthorne agv and suzuki and jacket Suzuki atv wireing diagram airlines Peugeot 205 rally car

6:18 e.h.  
Blogger yanmaneee said...

yeezys
bape hoodie
balenciaga
offwhite
supreme clothing
supreme clothing
jordan shoes
yeezy boost 350 v2
hermes handbags
pandora jewelry

3:07 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home