mánudagur, október 17, 2005

Meatballs and Motown á mánudegi eigi til mæðu

Og þó...þetta var alveg smá erfiður dagur. Fór allt að því ósofin í vinnuna, jább, sofnaði voðalega treytt um 1 leytið sem er alls ekkert hræðilegt eftir svefnraskanir hinnar heilögu helgar en...svo vaknaði ég aftur 2.30! Og til þess að leyfa betri helmingnum að iðka hrotur, ákvað ég að fara bara inn í stofu og lesa mína bók, The Secret History.
Spes bók, lengi að byrja en vel skrifuð og næstum því spennandi.
Togaði mig í sturtu og reyndi, já reyndi að gera mig boðlega unglingunum. Tókst að lifa daginn af. Hættu þessu kvarti kona! Búin um 13.30...heim og greiddi skuldaðann svefn.

Aftur til New York, veit ekki hvort maður yrði svona kaldur þarna í hverfinu aftur...ungdómurinn og kæruleysið...ahh those times. En það var nú ekki mikið um beinan hasar í London þann tíma sem ég bjó þar. Og þó, þótt unglingarnir hafi ekki verið í gengjum, þá vorum þau samt brutal. En einhverf og svoleiðis var það nú. Nefbrot, skellir og bang ekkert til að kippa sér upp við. Ha kúkur á veggjum? Borðaður? Ég skal sko segja þér að.... neh ekki lengra.

Henti áðan í kjötbollur á meðan vel valdir Motown tónar fylltu hreiðrið. Ljúft. Eintóm hamingja hér :) Átti ekki purée og enga ferska brauðrasp,en ég gerði tilraun...hehe...getiði nú hvað ég gerði..hihi!


Er ekki langt síðan ég hef minnst á tónlist? Nú er Airwaves að hefjast, auðvitað við þangað. Eldar vildi fá Bjarka í vinnu og hefði það verið frábært tækifæri fyrir hann, í Media Center. En á næsta ári kannski sökum anna núna.

Hátíðartónlistin getur komið jafnt og þétt, ekki núna.


En mæli með....já hverju í þetta sinn!!??
The New Pornographers frá Vancouver. Stað sem mig langar mikið til að kíkja á by the way.
Er einmitt núna að hlusta á nýjasta diskinn þeirra->Twin Cinema. Mjög svo fín hljómsveit. Svona allt í bland einhvern veginn. Eitt lag minnir mig á ótýpískt Pixies lag, sum lögina á The Shins og svo frameftir götunum.

Elska að finna mynd út á myndbandaleigu sem ég hef ekki séð áður og er góð! Fann eina í gær: The Boondock Saints. Skemmtileg mynd nok, þó ekki hafi verið um að ræða bein skemmtiatriði í henni en uuu fjörleg engu að síður ;)


Jæja bollurnar bíða fyrir bollurnar að borða.