fimmtudagur, október 20, 2005


Jæja á maður ekki að segja aðeins frá gærkveldinu?
Nú við skötuhjú byrjuðum ágætlega. Röltum eftir nokkra öllara niður í downtown Reykjavík og beint inn á Nasa, misstum reyndar af Mr. Silla sem við komum til að sjá en grétum ekki. Tókum þess í stað nettan snúning á tánni og fórum á Pravda þar sem Kalli go Gunni Evok (Breakbeat töffararnir) voru í sínu bandi að bralla. Það band er kallað Helgi Mullet Crew og mig minnir að þeir hafi allirveriðí ísbúðarafgreiðslufatnaði í fyrra, með ís í boxi við hendina...Skemmtilegir strákar nok. Það vantaði einns, Lella, en okkur var sagt að hann hefði ekki komist vegna talningar í Skífunni!!Súrt það, bara talning í hans búð...
Nú svo lá leið okkar aftur á Pravda, þar sem við hlustuðum á Cotton Plus One fyrst, en svo Funk Harmony Park. Þeir eru fínir og alveg áhlustanlegir. Troðið þarna inni og við ákváðum að vera áfram, næst kom Hermigervill sem mér finnst mjög áheyranlegt! Gaman at that point. Maður hitti fullt af fólki en allir áttu það sameiginlegt að vera að bíða eftir noskru popppíunni Annie. Ætla ekki að eyða mörgum orðum í það, en hún var bara ekkert skemmtileg, not at all. Og það voru fleiri sammála mér með það skal ég segja. En húsið var troðið enda er Nasa flottur og temmilega stór/lítill staður. Við hlupum bókstaflega út á undan þvögunni sekúndum áður en hún kláraði -hún endaði by the way á ábyggilega eina laginu sem meirihlutinn kannaðist við. Við keyptum plötuna hennar fyrir um ári eða eitthvað, þannig að þetta lag er frekar lúið.... Hefði betur átt að ná stemmningunni upp með því en whateva..ég ræð iggi neinu ;) og núna er ég búin að eyða of mörgum orðum.
Já hvert var ég komin, já við hlaupandi, aftur inn á Pravda. En þar tóku á móti okkur The Zuckakis Mondeyano Project. Og það var sko hresst skal ég segja ykkur. Góður endi á fínu kvöldi :) Ath. linkinn sem fylgir.
Meira í kvöld. José my friend, við sjáumst á eftir! In da shower now....

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Laufey... eruð þið Bjarki bara alltaf full;) hehehe

8:53 f.h.  
Blogger Huxley said...

neeeehh en ég er sko búin að spara mig fyrir þessa helgi. Hann er nú aðeinsprúðari en ég þar sem hann þarf að vinna strákurinn ;)

9:11 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home