miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Launaseðlar gera útaf við mig...
Ég skil aldrei upp né niður í þeim en áðan fékk ég einn slíkan. Þar var einhver svaka leiðrétting vegna einhvers starfsmats sem Rvíkurborg erbúin að gera á einhverjum 140 störfum. Þetta náði aftur í tímann og fékk ég því svona nett gott surprise. En alltaf eru gjafir Njarðar gallaðar. Ég sendi póst á einhvern svaðalega áhugasaman launafulltrúa, bara til að ath. hvort ég væri í lægri launaflokk en ég ætti að vera í og einnig um hækkanir vegna náms-en það hafði ég heyrt að myndi gerast eftir ákveðið margar einingar.
Það sem ég fékk tilbaka var að ég fékk víst of mikla leiðréttingu frá gömlu vinnunni en jú ætti að vera einum launaflokk ofar á þeim nýja. Það verður sem sagt sennilega dregið af mér....ég hefði bara átt að halda kjafti, því þá hefði enginn fattað neitt. Er alveg tjúlluð út í sjálfa mig akkúrat núna! Held hún sé að reyna að hringja í mig en ég nenni bara ekkert að tala við hana núna. Pirr.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Oh, böggandi! Ég er einmitt að bíða eftir mínum launaseðli.

5:45 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú áttir bara að þegja... hehehe;)

8:25 f.h.  
Blogger Huxley said...

Nákvæmlega, var að fá staðfestingu-þetta verður allt leiðrétt því ég færðist "óvart" um 4 flokka í staðinn fyrir 1, en svo er óljóst með hækkun á nýja! Djössins...ansk....helv...

9:49 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home