sunnudagur, nóvember 09, 2003

Jæja Sunnudagur og ekkert verið skrifað síðan á Miðvikudag. Sko þetta Detox fór ekki betur en svo að ég fékk flensu kast á miðvikdagskveldi, sem var fram á fimmtudagskvöld, algert helvíti, held það hafi verið flensa en ég kláraði samt dæmið...kúkað mikið mikið og stórum...
Veit voðalega lítið hvað ég á að bulla, Bjarki var að kaupa einn Spiritualized disk, sem er hreint út sagt snilld!! Ég er búin að vera að leita af smáskífu með lagi sem heitir Under the Milkyway, með áströlsku bandi sem heitir The Church (eitthvað eighties band), þetta lag er geðveikt, var í Donnie Darko sko..mikið hlustað á tónlist...jább jább...Er barasta orðin þreytt eftir daginn, fengum okkur bjór áðan sem gerði mér smá dasaða, langar að leggjast upp í rúm og lesa Fast Food nation. Já Rósa ætti að lesa hana, annars keypti ég nú Sunday Times sem ég ætla að blaða í, alltaf að fylgjast með, eru svo skemmtileg tímarit líka. jább nóg í bili