sunnudagur, desember 19, 2004

alveg orðin þessi kelling...
vorum úti að leika okkur langt fram á nótt. Fórum á Hornið að borða og skelltum okkur svo í einn bjór á KB, í bænum var svona nett 11 stemming, allir að koma af jólahlaðborðum vel nettir á því, áberandi margir í pelsum...?? Fórum svo í lítið teiti til Teits, neh Tinnu og Péturs en leið okkar lá svo heim í sæta kotið okkar, engin bæjarferð þar sem við fengum fréttir um að allt væri stappað, fólk sennilega á spariskónum að tjútta. Nú svo bara vaknaði ég með mínum kærasta kærasta, settist á klósettið í þann mund sem hann var að fara í vinnuna blessaður, og kúkaði við lestur Fréttablaðsins. Oh hvað ég hefði nú samt viljað að það hefði verið mitt ástkæra NME sem ég er mikið að pæla í að gerast áskrifandi af aftur..,ohh those where the days my friends, we thought they´d never end...

Anyways, tvotti bara smá tvott og þreif baðið og allt það, núna orðin svöng sem minnir mig á það hohoho stelpan á efri hæðinni, er sem sagt lifandi persóna, vinnur hahaha í bakaríinu, s.s. Bakarameistaranum!! Allir sem ég þekki og nenna að lesa þetta (og koma í heimsókn til okkar), verða að glotta: a)Þegar þau mæta nýju nágrönnunum á ganginum og b) Þegar þeir versla bakkelsi í Suðurveri hjá henni...múhahaha nei nú er ég vond...æææ en samt fyndið! En þetta er án efa besta fólk...má ekki vera vond, en aftur..samt ;)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hehehe þú ert alveg alveg ég verð að prófa þetta að kúka með blaðinu ég er bara alltaf að flíta mér svo mikið að en prófa næst tek ugevisen með mér

hilsen sunna

8:12 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Haha... Mér tókst að commenta á þetta. Er með alltof litlum stöfum þetta - anonymous... Anywho... Ég kvittaði fyrir mig í gestabókina...

Vonandi verða nýju nágrannarnir ekkert alltof graðir...nei meina glaðir um jólin ;)
Eva.

7:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home