fimmtudagur, desember 30, 2004

Já það var ekki laust við að ég hefði skammast mín örlítið en neh, gerðist ekki, næstum því samt...Why? Nú Saran mín hringdi og sagði:"mannstu hvað við vorum búin að ákveða með nýárskvöld..??" Og ég hmm umm kannski...Sem sagt ákveðið var síðasta sunnudagskvöld, í jólateitinu góða í Bogahlíðinni, að halda matarveislu-boð þann 1.jan. Sem by the way er afmælið hennar Söru. En þetta rifjaðist fljótt upp fyrir mér og mikið varð hjartað mitt ánægt og rólegt þegar ég heyrði nafn Friðgeirs nefnt. Hann sem sagt ætlar að elda aðalréttinn (þorskur), með tvö stælta hjálparkokka (Bjarki og Bjössi). Ditta gerir forréttinn (Blini´s) og Rósa kemur með eftirréttinn (kaloríubomban margumtalaða). Vá hvað þetta verður flott, stelpurnar náttúrlega snillingar en eins og flestir vita, þá er Friðgeir yfirkokkur á frönsku sveitahóteli sem er með michelin stjörnur!! Já fólk sem búið hefur í úglöndum, veit sko að það er ekkert lítið og það fær ekki hvaða búlla það í heiminum! Svo stolt af honum! Nú ég ætla sem segt að breyta stofunni í svona langborða herbergi, enda 11 manns á leiðinni! Mikið tilhlakk, oh gaman vantar samt Dröfn og Hring...ohh hvað ég sakna þeirra! Jú svo náttúrlega vantar Sunnuna líka sko!! ;) En sem sagt það verða: Moi und me amore Bjarki, Sara og Friðgeir, Ditta og Össi, Gary og Rósan, Birna ólétta og Bjössi, svo verður Julie vonkona Rósu frá US of A og ég geri passlega ráð við aðaltöffaranum og ný-uppáhaldinu mínu honum Julian Inga. En foreldrar hans, Sara og Fred, tilkynntu okkur, þar sem við sátum í makindum og spiluðum lestar-dominos (don´t ask), hvað þau hefðu verið að gera einmitt fyrir ári síðan...Yeah, sex is good huh! Greinilega vandað sig mjög, því engillinn þeirra er bara fullkominn and a half! Bjarki sagði að eggjastokkarnir mínir glóuðu (ef það er orð) en ég ekki sammála..oh well..smá ;)

Já líka, langar að útskýra, ég var ekki ofurölvi, ég bara man oft ekkert, sérstaklega þegar ég hef fengið mér smá að drekka ;( þetta vandamál útksýrir einnig alla gulu minnismiðana mína ÚT UM ALLT!

En já þessi romsa alveg að gera sig núna, Kringlan bíður mín, uppáhaldstaðurinn minn EKKI! En ætla að kaupa inn fyrir matinn og svo servíettur ofl.
Þú hefur unnið þér inn Braun krullujárn, fyrir að hafa lesið alla leiðina hingað! Til hamingju!

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

GRÁT GRÁT þetta er bara ekkert sangjarnt þið eigið ekkert að getað haft það svona skemmtó án mín ég er drullu fukking öfundsjúk en hei eru ditta og össi orðin par ég var að segja það við hana um dagin þau eru bæði vonlaus akkurur eru þau ekki bara saman

sunnan öfundsjúka

7:39 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hae elskan, komst ekki inn a msn $^%$^(& arg. en ja vid vorum semsagt ad koma til Sydney adeins fyrr en aaetlad var og aetlum ad vera her i 2 naetur :-)og hafa tad gott og svo er planid ad na 1-2 nottum i singapur. Allt er aedi her. Sakna ykkar allra ogisslega mikid og vona ad matarbodid hafi verdid skemmto (sem eg efast ekki um)hlakka til ad hitta ykkur knus knus knus DS/HP :-)

7:03 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Keep up the good work
»

9:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Excellent, love it! Sioux city cosmetic surgeon counterfeit cosmetics Home+owner+insurance+central+florida Buy levitra viagrabuy levitra viagra Colorado jeep trails yves saint laurent cosmetics

2:49 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Very nice site! » » »

2:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home